Þá er ein vika síðan sonur minn......

stakk af til íslandsLoL. Það er allt mjög gaman hjá honum og mikið að gera, hmm skrítiðSmile. Það er frekar rólegt í kotinu hjá okkur, svona þegar við erum bara með annan drenginn heima. Ekki það að Kristófer nýtir það í botn að hafa ekki bróðir sinn heimaSmile. Kristófer sefur í herberginu hans Kormáks, spilar í tölvunni hans og horfir á hans sjónvarp, ALGJÖRT ÆÐIGrin, Kristófer saknar samt bróður síns og spyr oft hvort hann sé nú ekki að fara að koma heimWink.

Við erum búin að vera að skoða nokkra garða hérna í nágrenninu, þar sem okkur finnst vera mikil þörf á því fyrir okkur að hafa nóg pláss fyrir stórt trampólín og sundlaugTounge. Við fundum einn góðan garð í litlum bæ hérna rétt hjá (ca 20 mín), en við vorum nú svo heppin að þar er 127 fm hús sem fylgir með í kaupunum. Við gerum tilboð í þetta eftir helgi, þannig að það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þvíGrin.

Eins og allir vita þá eigum við engan pabba eða mömmu hérna í Danmörku og okkur vantaði mikið einhvern sem hefur vit á byggingum til að skoða húsið með okkur, þannig að við fengjum öðruvísi komment á þaðSmile. Pabbi Mads (maður rúnu vinkonu) kíkti á ástandsskýrsluna til að meta húsið út frá henni og leist honum vel á. Við fengum svo Gumma og Önnu foreldra Rúnu lánaða til að kíkja með okkur á húsið. Gummi, Anna, Rúna og Emma komu svo í dag og kíktum við á húsið og fengum okkur svo kaffi hérna heima. Málin voru svo rædd hérna heima og komumst við öll að þeirri niðurstöðu að okkur leist vel á, en það þarf samt að leggja smá vinnu í það, ég hef nú bara gaman að þvíGrin. Takk fyrir hjálpina með þettaSmile.

Í kvöld á að vera í leti fyrir framan sjónvarpið með nammi og poppGrin. Á morgun er svo stefnan tekin á lærdóm (ég) og svo á Kung Fu panda með KristóferGrin.

Knús og koss

Bergþóra

PS: VERIÐ DUGLEG AÐ KVITTA

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að öllum líst vel á húsið, vona bara að allt gangi vel hjá ykkur.

Ástarkveðja,

Valgerður og Haldór.

Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 19:24

2 identicon

Hæhæ vona að allt gangi vel í húsakaupum, sjáumst vonandi á laugardaginn :) knús frá Silkeborgargenginu

Ragna S. Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband