17.8.2008 | 09:10
HMMMM......
Hvað er að frétta síðan síðast. Á föstudaginn undirskrifuðum við kauptilboð á húsið sem ég sagði ykkur frá, seljandinn samþykkti þetta og svo er bara að vona að lögfræðingunum okkar finnist þetta ekki vera vandamál. Venjulega er það ekki þannig að við teljum okkur vera orðna stolta húseigendur
og fáum við afhent 15 október. Það þarf nú að gera ýmislegt, eins og að mála. En seinna meir verður eldhús og þvottahús tekið í gegn. Þetta verður mjög spennandi fyrir okkur, þar sem hvorugt okkar hefur átt eigið hús með garði
, þannig að við látum okkur dreyma um það hvernig við viljum hafa garðinn okkar (hindberjarunna, bláberjarunna, eplatré, mmmmmmm, hehehe) gaman hjá okkur
.
Jæja við byrjuðum gærdaginn á því að fara í Rúmfatalagerinn og keyptum okkur garðhúsgögn á útsölu. Við föttuðum það svo þegar við komum út að við komum ekki borðinu í fínu Toyotuna mína, þannig að Ásta og Gunnhildur komu á Volvo station og björguðu okkur. Við náðum nefnilega í grænt plastborð sem er 115 cm á breidd og 190 á lengd, svo er hægt að stækka það upp í 260 cm hehe, svo voru keyptir 4 stólar (svona sem er hægt að leggja bakið aftur, mmm notó, hihihi
. Takk fyrir hjálpina Ásta og Gunnhildur.
Eftir bæjarferðina fórum við upp í Silkeborg til Rögnu og co, þar var horft á Ísland-Danmörk í handbolta, MJÖG mikil spenna hjá körlunum. Kristófer fannst alveg æðislegt að Margrét (8 ára pæja)nennti að leika við hann þar sem það gengur stundum ekki vel þegar Kormákur er líka, þá vilja þau stóru helst bara leika sér tvö. Ragna bakaði vöfflur í kaffinu og svo var grillað áður en við kíktum í bæinn. Það var Regatta fest í bænum og mikið um að vera, tívoli (þar vantaði Kristófer bróðir sinn), hljómsveitir út um allt ofl. Ragna, Rúnar (bróðir Kristins), Harpa (kona Rúnars) fóru heim með minnstu krakkana, þar sem þeim leist ekki of vel á þennan hávaða eftir að þau voru búin að fá sér smá lúr í vagninum
. Ég, Jón, Kristófer, Kristinn og Margrét urðum eftir og biðum eftir að sjá flugeldasýninguna, vááá hvað hún var flott
. Við vorum svo komin heim um 1:30 í nótt og allir svakalega þreyttir en ánægðir eftir skemmtilegan dag. Takk æðislega fyrir skemmtilegan dag og góðan mat
.
Frúin á heimilinu vaknaði samt í morgun kl 8:30 með litla trippinu og fékk kast í eldhúsinu, bakaði Bananabrauð, kryddbrauð og sunnudagsbollur Sollu stirðu, Jón kemur svo fram, vá er brjálað að gera hér hehe
.
Annars er planið fyrir daginn er að klára heimalærdóminn, fara upp í Give til Ástu með bananabrauð og kryddköku og fá kaffi. Síðan er stefnan tekin á herbergið hans Kormáks og gera það fínt áður en hann kemur heim, hihi hann er loksins að koma heim, kemur á morgun, oooooo ég hlakka svo til að sjá hann
.
Knús og koss
Bergþóra og co
PS, einu sinni enn KVITTA, það er svo miklu skemmtilegra að skrifa þegar maður fær einhver viðbrögð.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:47 | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ elskunar.
Gaman að þið skulið vera að kaupa ykkar eigin hús og það með garði.
Vildi að ég væri svona dugleg að baka svona eins og þú, þú ert svo dugleg að ég tek ofan fyrir þér.
Það væri nú ekki leiðinlegt að fá myndir af nýja húsinu.
Það verður gaman fyrir Kristófer að fá bróðir sinn heim(og ykkur) hann hlýtur að sakna hans mikið.
Ég væri svo til að koma og vera hjá ykkur en ég vann ekkert í lottóinu(1 með 65 millur) svo ég verð bara að safna.
Kveðja Ágústa og co.
Ágústa Björk Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 14:55
Hæhæ og takk fyrir skemmtilegann dag í gær
þetta var mjög gaman eins og alltaf þegar við hittumst
Rúnar og co fóru í morgun og er því voða tómlegt í kofanum (það eru viðbrigði þegar gestirnir eru farnir)
Knús og Kram frá Silkeborg
PS það voru bara 250.000 í bænum í gær :0)
Ragna S. Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.