20.8.2008 | 08:48
Þá er Kormákur kominn heim.....
en Kristófer er farinn. Þetta er búin að vera furðulegur tími fyrir mömmuna á heimilinu. Stóri litli drengurinn nýkominn heim og ég hef varla séð hann. Vinna snemma að sofa, eldsnemma á fætur, vinna meira, fundur osfrv, en vonandi get ég eytt smá tíma með honum í dag
. Hann er nú dálítið pirraður út í litla bróðir sinn og skilur ekki af hverju Kristófer þarf alltaf að vera knúsa og kyssa hann. Ég er búin að segja að hann hafi bara verið svo ánægður að sjá stóra bróðir sinn og þá fæ ég " já mamma, mér finnst líka gaman að sjá hann, en hann þarf ekki alltaf að vera að knúsa og kyssa mig"
.
Kristófer fór svo í morgunn á leikskólann og er að fara í tveggja daga ferðalag með þeim. Hann vildi nú heldur betur knúsa og kyssa bróðir sinn bless og það var ekki fyrr en ég sagði Kormáki að hann gæti nú alveg gefið honum knús og sagt góða skemmtun við hann, sem Kormákur lét sig nú hafa það. Bara æðislegir þessir drengir, en guð minn góður hvað minn 9 ára getur verið með mikla unglingastæla
, en það er bara tekið á því og rætt um þetta eins og fullorðið fólk, gaman að því
. Þegar við komum inn á leikskólann talaði ég við kennarann hans sem fer með í ferðina og sagði henni ca hvað hann væri með, "vonandi er þetta nóg" sagði ég, "jájá, örugglega það og meira til heyrist mér"
. Það vantar þá ekkert allavega, er það ekki betra að hafa aðeins of mikið, heldur enn of lítið
.
Við vorum á fundi með lögfræðingi í gær út af húsakaupunum, honum leist voðalega vel á allt, en mælti með því að við mundum skipta út ofnunum, því þeir eru orðnir gamlir og eyða sennilega meira rafmagni heldur en þarf fyrir svona hús. Hann þarf reyndar að sækja um leyfi fyrir mig til þess að kaupa hús hérna í Danmörku. Við hlógum smá af þessu, en þetta er víst bara formsatriði og er aldrei neitt vandamál. Það þarf bara leyfi fyrir mig en ekki Jón þar sem hann er að vinna, en ég í skóla
. Á föstudaginn förum við í bankann að tala við þjónustufulltrúan okkar og ganga frá lánunum. Hún sér síðan um allt í samvinnu við lögfræðinginn okkur.
Jæja ég er í skólanum, ætla að fara að hlusta aftur.
Knús og koss
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi ganga húsakaupin vel hjá ykkur. Ég er farin að vinna til kl. 14 á daginn núna og er það rosalegur munur. Er orðin frekar þreytt á daginn núna. Það eru líka komnar 35 vikur, þetta styttist því alltaf.
Vorum að koma frá Jóhönnu og Steina. Steini var að hjálpa Halldóri að setja nýja bremsuklossa í Honduna, dáldið svekkt að við skyldum þurfa setja nýja undir þar sem við erum ný búin að kaupa bílinn. Fengum okkur svo pizzu hjá þeim.
Verðum svo að fara hittast á Skype bráðum.
Heyrumst vonandi fljótlega.
Ástarkveðja, Valgerður og Halldór.
Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.