Hæ!

Ég kíkti á Hlyn sjónvarpstjörnu á stod2.is, þar sem hann var í þjálfun á hestbaki, "mikið rosalega ertu flottur þarna í sjónvarpinu Hlynur"LoL og núna get ég líka sagt "litli frændi minn kom í sjónvarpinu" heheGrin.

Við erum búin að eiga frekar rólega helgi. Á föstudaginn kom Kristófer Ingi heim úr ferðalaginu sínu, en hann skemmti sér alveg konunglega þar og var dauðþreyttur þegar hann kom heimGrin. Sýndi mér stoltur kortið sitt sem hann fékk frá okkur, en Kormákur bað ömmu sína um að velja fyrir sig póstkort sem við gátum sent honum í fríið, kortið frá Skaftafelli varð fyrir valinuSmile. Við erum búin að vera reyna að spyrja hvað hann fékk að borða og hvað hann gerði í ferðalaginu, en það er bara allt LEYNDÓWink.

Við vorum á fundi í bankanum á föstudaginn, fundurinn tók rúma 2 tíma og er ekki allt búið enn. Komum þó lánunum á hreint og fáum tilboð í tryggingar ofl í vikunniGrin. Þetta er þvílík vinna hérna, en við erum allavega búin að skrifa undir kaupsamning og útborgunin verður greidd á mánudaginn, þannig að VIÐ EIGUM HÚSGrin. Það er búið að segja þessari íbúð upp og bíðum við bara spennt eftir að geta fluttGrin.

Í gær fórum við upp í Give til Ástu og kíktum í bæinn, þar var tívolí og loka útsölur, svaka fjörGrin. Ég fékk flotta hjarta silfur eyrnalokka frá öllum strákunum mínumInLove.Krakkarnir skemmtu sér vel í þessum snúningstækjum á meðan við stóru krakkarnir horfðum áGrin. Sáum Pétur Pan gera töfrabrögð og svo henti hann litlum hlauppokum til krakkanna, strákarnir náðu sér í ca 30 stk og krakkarnir hennar Ástu eitthvað svipaðGrin. Við fórum síðan heim þar sem við vorum búin að plana fínan kvöldmat, skál fyrir húsinu oflGrin.

Í morgun þegar ég vaknaði fór ég í bakaríið og keypti rúnstykki og brunsvigerSmile, ákveðið var nefnilega að hafa góðan morgunmat yfir handboltanum. Já ég veit það er erfitt að trúa því að ég hafi horft á leikinn, en ég gerði það (ásamt því að brjóta saman þvott, ganga frá eftir morgunmatinn, setja í þvottavél oflBlush), en þetta var skemmtilegur leikur, en mikil vonbrigði að þeir náðu sér ekki á strik því að þeir eru helvíti góðir. Ég er nú samt sátt að þeir náðu silfrinu, skrambi gott. TIL HAMINGJU STRÁKAR MEÐ SILFRIÐGrin. Ég kíkti á á flug heim núna í morgun þegar ég var að tala við Helenu og viti menn við keyptum ferðina okkar núna, búið að lækka farið um 1800 dkr síðan ég byrjaði að spá í þetta. Við komum semsagt heim um jólinGrin og eitt af því fyrsta sem við gerum er að fara í skírn til Valgerðar og HalldórsGrin. OOOHHHHH ég hlakka svo til að hitta allaGrin.

Jæja gæti bullað endalaust, en er orðin frekar þreytt á þessu núna, nenni ekki meir. KVITTA

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær komið þið í desember?

Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 14:50

2 identicon

Halló skvís.

Innilega til hamingju með nýja húsið ykkar.  Kíki alltaf reglulega á bloggið þitt og gaman að fylgjast með ykkur. Hafið það gott.

KV Harpa

Harpa gamall vinnufélagi á Geislabaugi (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 21:54

3 identicon

Sæl elskurnar mikið er gaman að sjá hvað þið eru hamingjusöm þaran úti níbúinn að kaupa ykkar eigið húsnæði ynnilega til hamingju með húsið ykkar.Þegar við komum út til ykkar hvenar það verður er ekki gott að seigja þurfið þið að eiga verkfæri handa mér svo hægt verði að vinna hjá ykkur.

Guðmundur Helgi Ármannsson pabbi (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 21:55

4 identicon

Hæhæ og til lukku með húsið, hlakka til að koma og hjálpa til í flutningum og fá að sjá húsið :0) best að ég fari NÚNA á netið og kaupi flug heim um jólin :) góð lækkun :0)

knús frá Silkeborg 

Ragna S. Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 12:58

5 identicon

Vá fullt af fréttum Innilega til hamingju með húsið Bergþóra mín...frábært alveg hreint!!! Við verðum nú að hittast aðeins fyrst þið komið á klakann um jólin...kíkjum saman á Geislabauginn og svona....er haggi?

Gangi ykkur rosa vel...knús og kram 

Birna Sólveig

Birna (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband