31.8.2008 | 17:50
Hello!!!!!!
Vá mér finnst ég vera gersamlega tóm núna, en ég bulla bara eitthvað og við sjáum svo til hvað kemur út úr því. En takk fyrir kvittanirnar, þetta er svo miklu skemmtilegra svona.
Vikan er annars búin að vera eins og venjulega, vinna, skóli og allt þetta. Mér finnst ennþá voða gaman á leikskólanum, ég var í vejledningu og fékk ég bara hrós þar. Hún sagði að ég væri eins og Danir kölluðu það "fædd pædagog", en að ég fattaði það ekki alltaf
hihi, hversu montinn getur maður orðið
.
En nú eru stóru fréttirnar, það hlaut nú að koma að því að maðurinn minn myndi gefast upp á þessari konu sinni. Hann er sem sagt búin að ákveða það að flytja að heiman. Hann er að flytja upp í Stovring mánudaga til föstudaga, en þá kemur hann heim og eyðir helginni með okkur hinum
.
Við fórum í gær á Miðaldarhátíð í Horsens, en það var uppselt á sýningarnar og vonbrigðin mikil hjá drengjunum. Við bættum aðeins upp og gáfum þeim miðaldardót (boga og en eitt sverðið)
. Þetta var annars mjög gaman að labba um bæinn og skoða, Jón keypti sér að sjálfsögðu bjór og fékk voða fína könnu með (leirkrús)
. Við fórum síðan heim, elduðum mat og spiluðum Hættuspilið
, Jón voða ánægður, hann VANN (gerist nánast aldrei).
Í dag fórum við og ætluðum að skoða ísskápa, þvottavélar ofl í nýja húsið en allt var lokað. Við fórum þó í Jysk og þar náði ég í sessur á nýju garðstólana fyrir 30 kr stk í stað 175 dkr stk, hehe geri aðrir betur. Við komumst svo að því þegar við komum heim að hann Kormákur okkar var komin með 38 í hita
, bara gaman eða þannig, heppilegt að það er stuttur dagur hjá Jóni á morgun svo ég kemst í vinnuna.
Jæja best að koma litla dýrinu í rúmið. Heyrumst síðar.
Knús og koss
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða kvöldið.Ég sit hér á Draumakaffi klukkan er.23,30 ég er einn núna til kl 03,00 í nótt.Það rólegt núna eins og er,það er Sálar ball í Hlégarði í kvöld.Ég sé að það er búið að vera mikið að gera hjá ykkur.
Guðmundur Helgi Ármannsson (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.