Loksins:)

Jæja, það er allt við það sama hér skóli, vinna, leikskóli og allt þettaSmile. Þannig að við komum okkur bara beint að helginniSmile.

Laugardagur: Ég fór á sumarhátíð hjá leikskólanum og vann mér inn 4 tíma í frí á móti, þannig að nú á ég 10 tíma frí inni sem ég tek þegar Jóhanna og Ingimundur koma til okkarGrin. Það er nefnilega þannig að þegar það eru starfsmannafundir eða eitthvað aukalega er það tekið út í fríi (mér finnst það nú bara fínt). Hátíðin var mjög skemmtileg og kynntist maður annarri hlið á foreldrum sem var mjög gamanGrin. Á laugardagskvöldið höfðum við video og nammikvöld með Kristófer, og við horfðum á Min skøre Robinsons familie, mjög skemmtilegGrin.

Kormákur Helgi var nefnilega mjög upptekinn alla helgina. Hann fór á funny Lördag í skólanum, þetta er fyrir 3-6 bekk. Þarna fór hann með vini sínum Lucas og byrjaði þetta klukkan 18 og var til 22, en þeir höfðu ákveðið að Lucas svæfi hér og voru spenntir yfir því, svo að klukkan 20:30 hringir Kormákur og segir að þeir vilji koma heimWink. Þeir fengu að spila í tölvu og skoða pokemonspil áður en þeir fóru að sofa, gaman hjá þeim.

Sunnudagur: Allir strákarnir vöknuðu eldsnemma þrátt fyrir að fara seint að sofa (nema stærsti, hann var mjög þreyttur). Foreldrar Lucas komu svo um 10 leitið, því þau voru að fara í Legoland. Lucas og Kormákur ákváðu að það væri mjög sniðugt að Kormákur fengi að fara með og það tókstGrin. Kormákur fór því með þeim í Legoland og skildi okkur eftir heimaFrown. Við fórum því bara í Elgiganten að kíkja á þvottavélar ofl fyrir nýja húsið. Fyrir Kristófer var svo kíkt í Toys-r-us og þar var síðan bara þessi fína útsala, þannig að við nýttum tækifærið og keyptum nokkrar jólagjafirGrin.

Við fengum síðan að vita áðan að ég hef verið samþykkt sem húseigandi í Danmörku og er afsalið á leið til okkar til undirskriftarGrin.

Jæja nóg komið af bulli í þetta skiptið.

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn.Ég var að skoða síðuna ykkar þá sá ég til mikillar gleði að þú hafir verið samþykkt sem eigandi í húsinu ykkar,til hamingju með það.Ég sé að það hefur verið mikið að gera hjá ykkur um helgina og mjög gaman.Við byðjum að heilsa ykkur,og hafið það sem allra best elskurnar okkar.

Guðmundur pabbi (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 14:54

2 identicon

Frábært að þú skyldir vera samþykkt. Okkur Halldóri fannst pínu kjánalegt að þú gætir ekki átt í íbúðinni bara af því þú værir í námi. Verð því miður að hryggja þig að þú ert líka dottin úr keppninni (Jóhanna er dottin út).

Það er greinilega búið að vera mikið að gera hjá ykkur. Gott að allt gengur vel.

Leigjandinn lætur ekkert á sér kræla. Frekar rólegur sko. Hann hlýtur að fara láta sjá sig hvað úr hverju :)

Kveðja,

Valgerður.

Valgerður (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband