Jæja þá er komið að......

helgarfærslunniSmile. Reyndar er erfitt að skrifa þar sem lítið er um að vera. Kormákur fékk að sofa hjá vini sínum á föstudaginn, hann tók PSP, Nintendo, savekubbinn og extra fjarstýringu við PS2Wink, já það er óhætt að segja að þeir vinir séu svolítið í tölvu, en þeir hoppuðu mikið á trampólíni líka, þannig að það var ágæts hreyfing á þeim líkaTounge. Ég, Jón og Kristófer fórum og keyptum okkur nammi, fórum heim og gerðum okkur pizzu(set inn myndir af flottu pizzunni hans Kristófers fljótlega, hann upprennandi pizzasnillingurLoL). Eftir pizzuát horfðum við á disneystundina, talent 2008 og svo Lion King og borðuðum nammi og poppcorn. Við vorum að vísu svo þreytt að þegar við vorum búin með ca 30 mín af Lion King sofnuðum við öll í sófanumSleeping hehe.

Laugardagur: Náðum í Kormák og kíktum svo í plantorama að ath hvort það væri útsala á eplatré og kirsuberjatré í nýja garðinn okkarLoL, það var að vísu ekki, þannig að við skoðuðum bara dýrin í staðinn. Við sáum stóran páfagauk (rosa flottur) sem talaði, hann sagði hej og farvel, svo öskraði hann og þá vildi Kristófer bara fara út, honum leist ekkert á þessi læti. Jæja það var farið heim og ekki gert neitt það sem eftir var dagsBlush. Við spiluðum reyndar Monopoly eftir kvöldmat og horfðum á Bee MovieSmile (sofnuðum aftur í sófanum, hahaSleeping).

Sunnudagur: Fórum á rúntinn og kíktum á afmælisbarnið upp í Give, þar fengum við ljúffengar kökur og kaffi,mmmm, takk fyrir okkurGrin. Við horfðum á Mamma Mía áður en við fórum heim, ég verð nú að segja ég varð fyrir smá vonbrigðum með hana, ennnnn nokkuð góð samtGrin. Ásta fékk lítinn sætan kettling í afmælisgjöf, aldrei þessu vant féll ég fyrir kisu og langar í eina núna. Það er bara eitt vandamál (frekar stórt), við megum ekki hafa gæludýr í blokkinni og það er jú einn og hálfur mánuður þar til við flytjum. Mig langar að taka kisu núna og hafa hana inni þar til við erum flutt, en samviskan okkar segir okkur að bíða, þar til við fáum húsiðCrying, þá er kisa bara orðin svo stór, mér langar að fá hana litla og eiga hana áframSmile. Núna er bara verið að chilla yfir sjónvarpinu, blogga einhverja vitleysu og kíkja á facebookGrin

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ sæta :o)

Ég myndi ráðleggja þér að bíða aðeins með kisuna...þær geta verið svo erfiðar svona litlar, bestu kisurnar eru þær sem eru ekki teknar of snemma frá móður sinni;o) Svo er líka svo gaman að fá hana þegar þið eruð flutt í nýja húsið...nýtt hús...ný kisa..allt nýtt hihi

Birna (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband