En ein helgin að.....

verða búinFrown. Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, ég er alltaf jafn hissa á þessuBlush.

Það var skemmtun í bænum um helgina (spotlight), ég fór í bæinn með leikskólanum á föstudagsmorguninn og sáum við söngatriði sem við áttum að dansa með í (svaka stuð), fengum risakökukall og töfradrykkGrin. Mig langaði svo að fara með strákanna mína niður í bæ eftir vinnu og fund í bankanum, en Kormákur hringir og spyr hvort Anders vinur hans megi sofa, svo áætlanir okkar breyttust aðeinsGrin. Við fórum þá heim í staðin, elduðum pizzu, fengum nammi og snakk og horfðum á Talent 2008Tounge.

Í gær röltum við niður í bæ og sáum þá sjóræningjaleikrit og söngatriði, röltum síðan alla göngugötuna og kíktum smá í búðir, fengum okkur ís og bjór, keyptum nýja skó á frúnna og fórum svo heimSmile. Hjónin fengu síðan letikast eftir skemmtilegan dag í bænum og skelltum við okkur á Jensens að borðaGrin. Leigðum okkur DVD og svo var aftur nammikvöld (haldið þið að það sé nú, tvö nammikvöld í röð), strákunum fannst þetta nú ekki leiðinlegtWink.

Í dag fórum við á Opið hús í sveitinni, en þetta er einu sinni á ári og finnur maður á netinu bóndabæ sem manni finnst spennandi og kíkir þangað. Við skelltum okkur á svínabú sem er á Fjóni. Þar fengum við að labba inn í svínastíurnar gölluð upp og í láns stígvélum. Kristófer leist nú ekkert of vel á stóru svínin, en fannst þessi litlu aðeins betri, hann vildi þó ekki halda á pínu litlu grísunum, ekki einu sinni þeim sem fæddust bara í morgun. Mamma hans var aftur á móti forvitin og sagði "mig langar", mér finnst svínin nefnilega voða sæt þegar þau eru svona lítil en svo er það búiðSmile. Þegar við komum heim aftur skelltum ég sjónvarpsköku í ofninn, því að við engum Ástu og börn í kaffi- takk fyrir komunaGrin.

Svona fór nú þessi helgi hjá okkur, hafið það gott öllGrin. Jóhanna okkur hlakkar líka til að þið komiðSmile.

Haha, ég dugleg og setti inn nokkrar myndir:)

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá þið eruð alltaf svo dugleg að gera eitthvað skemmtilegt um helgar :) en þurfum við nú ekki að fara að plana hitting ? er ekki röðin komin að okkur að kíkja á ykkur ? :0) allavegana verðum í bandi

knús frá Silkeborg 

Ragna S. Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 15:18

2 identicon

Það er nú gott og gaman að það skuli vera nóg að gera í Danmörku :) Dagarnir renna eiginlega hálfpartinn saman í eitt hér hjá okkur. Mér finnst alltaf vera laugardagur eða sunnudagur því Halldór er heima :) En þetta er bara æði :Þ

Bestu kveðjur frá litlu fjölskyldunni :)

Valgerður, Halldór og keisarynjan (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband