5.10.2008 | 19:34
Hello!
Jæja við byrjum á afmæliskveðjum. Við viljum óska Trausta Jón Þór innilega til hamingju með 20 ára afmælið, stór áfangi
. Svo er það hann Árni Skúla sem á afmæli líka í dag, innilega til hamingju með það
, hafið það báðir sem allra best
.
Jæja, ég get sagt ykkur það að ég nenni ekki að eyða orðum á vikuna, þar sem allt gengur sinn vanagang á virkum dögum.
En það er nú búið að vera nóg að gera um helgina eins og venjulega. Ég fór á starfsmanna laugadag í vinnunni og við fengum ekkert að vita nema að við áttum að hittast á lestarstöðinni klukkan 08:00, hihi spennandi. Við fórum um borð í lest fengum morgunmat, en þær (stjórarnir) höfðu komið við í bakaríi og keypt rúnstykki og smjörköku,mmmm
. Þegar við vorum svo búin að vera í lestinni í um það bil klukkutíma fengum við að vita að við værum að fara til Kóngsins Köben
. Þar heimsóttum við leikskóla sem er minnsti leikskóli Kaupmannahafnar með aðeins 27 börn, hann er byggður á Reggio Emilia stefnunni (ég er mjög hrifin af henni, en ég veit að það vita ekki allir um hvað hún snýst og ég nenni ekki að útskýra það hér), þetta var mjög gaman og fullt af hugmyndum sem maður fær
.
Jæja eftir þetta fórum við niður í bæ og fengum frjálsan tíma á Strikinu í 1 og hálfan klukkutíma, ekki leiðinlegt það. Ég var nú ekki að stressa mig mikið inn í búðir og nennti þar af leiðandi ekki að labba með stelpunum sem eru svo æstar í búðir að það er engu lagi líkt
. Ég labbaði því með einni sem heitir Nadya, O MY GOD, ég var toguð áfram eins og hún ætti lífið að leysa "eigum við að kíkja hérna inn", "já, já" sagði ég róleg, þó að þetta væru ekki búðir sem ég hafði áhuga á, en allt í lagi, ég var nú ekki að stressa mig
. Nú, ég sá síðan kaffihús og langaði mig að fara inn og fá mér kaffi til að taka með mér, það var smá röð og ég vissi ekki hvert Nadya ætlaði, og hún sagði "nei ég má ekki vera að þessu, einn dagur að versla á Strikinu er ekki nóg fyrir mig, hvað þá rúmlega klukkutími" úfff, þá var nú skemmtilegra að labba ein og kíkja þangað sem mig langaði, svona eins og Georg Jensen, Illum Bolighus, HogM ofl skemmtilegar búðir
. Við hittumst svo allar og löbbuðum í rólegheitunum að veitingastaðnum sem við borðuðum á, þar bauð leikskólinn upp á mat og vín eða gos með matnum. Ég pantaði mér svo bjór sér og leikskólastjórinn alveg steinhissa og sagði henni að setja það með á reikninginn
. Við löbbuðum síðan á Hovedbanen og tókum lestina heim, vorum komin hingað til Vejle um 22:00. Ég fékk æðislegar móttökur frá Jóni og Kristófer þar sem þeir biðu mín á brautarpallinum, svaka knús, mmmm lovely
. Þetta var æðisleg ferð í alla staði og gaman að fá að vera með
.
Á meðan ég var í Köben fór Jón með strákana í afmæli til Charlottu og var Ásta búin að baka fullt af góðum kökum, verst að maður getur ekki verið á mörgum stöðum í einu, hmmmm. Takk fyrir strákana mína og innilega til hamingju með 7 ára afmælið Charlotta.
Kormákur fór síðan heim til Lucas vinar síns, borðaði með honum og fóru þeir síðan á Funny Lørdag saman. Kormákur svaf síðan heima hjá honum og náðum við í hann í morgun. Við fengum Lucas með heim og fórum síðan í kirkju (foreldrar hans voru að mála og vesenast, þannig að við buðum honum með okkur). 3 bekk hérna er boðið að taka þátt í svona mini fermingarfræðslu og er þetta hluti af því. Krakkarnir áttu að taka með sér leikfang sem, þau vildu gefa til fátækra barna í Rumeníu. Ég get nú samt sagt ykkur það að ég var mjög hissa að það var engin sem klæddi sig sérstaklega upp á (við vissum það áður og vorum því ekkert allt of fín heldur) og það voru frekar mikil læti í kirkjunni (allir töluðu hátt, en heima hvíslum við). Það voru nokkrar stelpur sem sungu og hélt ég að þetta væru krakkar sem áttu að fermast næst, því þær voru bara í venjulegum fötum. Ég spyr svo mömmu eins og sagði hún að þetta væri "KIRKJUKÓRINN", VÁ ég var hissa, þær voru ekki einu sinni fínt klæddar. En svona er þetta, það er ekki allt eins og á Íslandi.
Núna er bara verið að skrifa smá ritgerð hér, drekka smá kaffi, nýja tegund af Baileys with a hint of coffie (mmm gott) og Grand Marnier. En það er nú komið að háttatíma hér á bæ.
Vonandi hafið þið haft gaman af ritgerðinni minni, njótið lífsins og gerið sem mest úr því.
Kvitta svo!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Knús og koss
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:36 | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ skvís rosalega ert þú heppin að fá að fara til köben svona SURPRISE :) gaman að þið áttuð góðan dag fyrir utan búðarstressið í hinum.
Kær kveðja frá Silkeborg
Ragna S. Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 11:38
Hæ elskan vildi bara svara spurningunni þinni sem þú spurðir inn á síðu litlu keisarynjunnar. Ég fékk samviskubit af því að mér fannst ég vera plata hana með snuddunni. En núna er allt í lagi og snuddan notuð óspart ef hún er eitthvað ósátt og nýbúin að drekka :Þ
Gaman að heyra að þú hefur skemmt þér vel í Kóngsins Köben
Litla að væla heyri í ykkur síðar.
bæjó
Valgerður frænka :) (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 14:19
Hæ elskan mín :o)
Alltaf nóg um að vera hjá þér...gaman af því
Ég skil þig vel að hafa ekki nennt að eltast um í einhverju búðarrápi....við hefðum verið góðar saman bara kíkt á næsta pöbb og fengið okkur einn kaldann hihihi
Hafið það sem allra best
Knús í kaf
Birna
Birna Sólveig (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:08
Jæja, langt síðan maður hefur kvittað hérna þannig að það er víst komin tími til! ;) Við Nicolai og Alexander komum til DK 13. nóvember og verðum til 18. og Alexander er strax farin að tala um að heimsækja strákana. :D Þetta verður stutt en gott ferð. Maður má ekki vera of lengi frá skólanum því þá fer allt í klessu, en þú þekkir þetta eflaust líka. Ég er ekki ennþá búin að stofna barnalandsíðu eða neitt svoleiðis :S en við vorum í 3d sónar í morgun og það var ÆÐI! Fengum 43 myndir og 9 myndbönd af litli strákurin að kúra sér og geyspa. Ég kem með þetta allt saman til að sýna ykkur ;) Ég bið innilega að heilsa og kysstu nú alla fyrir mig!
Elísabet (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 13:12
hæhæ ég vildi bara segja að ég hef ekki þurft að setja inn passwordið síðan ég gerði það um daginn, á það að vera þannig eða...?
kv
Valgerður
Valgerður (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 22:17
hæ hæ mín kæra
Vildi óska að ég hefði vitað af þér hérna í Köben. Ég hefði sko glöð sest með þér á kaffihús eða jafnvel einn pöbb. Númerið mitt er 51330056 ef þú átt hérna leið um
.
Innilega til hamingju með húsið ykkar! Það lítur ekkert smá vel út.
Guðrún (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 20:22
Hæ elskan. Bara að kvitta. Bestu kveðjur frá Mývó
Anna (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.