13.10.2008 | 14:53
Kannski það sé komin tími............
til að skrifa smá hérna, hmmmm. Er smá fegin að vera hérna í danaveldi núna, en það er nú ýmislegt í gangi hérna líka, bankarnir halda aftur að sér í lánum og fleira. Eins og flestir vita þá getum við hvorki sent pening til né frá Danmörku, og ekki er hægt að byðja einhvern um að taka með sér að heiman heldur þar sem takmörkun er á gjaldeyriskaup núna, en sem betur fer erum við bæði með laun hérna núna þannig að allt reddast hér á bæ
.
Jæja þá yfir í aðeins skemmtilegra, helgin.... Jón Óskar vann um helgina og ekki veitir nú af því. Ég og strákarnir vorum aftur á móti bara að dúlla okkur. Ég var búin snemma í skólanum á fimmtudag og fór í bæinn með Kormáki að kaupa afmælisgjöf, náðum síðan í Kristófer og fórum heim. Ég ákvað síðan að taka herbergin hjá strákunum aðeins í gegn, fara í gegnum dótið, hverju á að henda, hvað á að geyma osfrv.
Ég og Kristófer vorum tvö heima á föstudag, ég var í fríi, Jón í vinnu, Kormákur í skóla og svo beint í afmæli, þannig að við Kristófer ákváðum að vera bara saman heima og eiga langa helgi. Tíminn var nú samt að sjálfsögðu nýttur í að gera hreint og versla, en það var fínt þá vorum við bara snemma búin.
Á laugadaginn skrapp ég niður á Fjón til Rúnu og co, Mads ætlar að kaupa fyrir okkur málningu og ætla þau svo að koma á föstudaginn og hjálpa okkur með að mála. Ekki verra að fá fagmann með sér í þetta og vonandi náum við að klára að mála allt um helgina
. En við Rúna gátum nú kjaftað í nokkra tíma á meðan krakkarnir léku sér, ekki leiðinlegt það
.
Á sunnudaginn fór ég með strákana upp í Silkeborg til Rögnu, húsbóndin þar á bæ var að vinna líka, þannig að við sátum tvær með börnin og kjöftuðum, eiginlega voru þessir 2 1/2 tími ekki nóg, en við bætum það vonandi upp seinna, hehe. Takk fyrir kaffið og gómsæta köku
.
Núna bíðum við svo spennt eftir miðvikudeginum. En við tökum við húsinu klukkan 12 á dönskum tíma, hehe, bara gaman.
Heyrumst síðar og haldið áfram að vera svona dugleg að kvitta, ekkert smá gaman að því.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að þið skulið fá einhvern með ykkur að mála. Æðislegt að þið skuluð vera að fá húsið ykkar líka :) Ég er að fara setja inn fleiri myndir á síðuna hjá litlu frænku og skrifa smá texta líka.
Ég fer svo bráðum að kaupa afmælisgjöfina handa Steina, Jóhanna sagði mér hvað honum vantaði þannig að við förum kannski á morgun aðeins í bæinn.
Ég held að við fáum enga afmælisveislu fyrr en tvíburarnir eiga afmæli þannig að það er kannski best að drífa bara í þessu :Þ
kveðja
Litla systa
Valgerður (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 17:54
Guðmundur pabbi (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 20:17
Hæ skvís og takk fyrir síðast. Kristinn getur fengið bíl lánaðann en það er ekki svo stór bíll en hann getur líka fengið svona alvöru flutningabíl og þá þurfið þið að borga um 250 dk fyrir það endilega láttu mig vita hvort þið viljið :)
að öðru þú mátt alveg nefna það við Jóhönnu að kaupa óróa fyrir mig :)
Kær kveðja Ragna og allir hinir
Ragna (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 11:12
Sæl
Það er allt gott að frétta hjá okkur við höldum haus sem betur fer.
Mamma er að fara í aðgerð 06. nóv norður á Akureyri við förum norður um mánaðarmót. Rosalega veður gaman að heimsækja ykkur í nýja húsið ykkar það verður að vera pláss fyrir smá slagsmál svo að Kalli fái að njóta sín hahahaha
Bestu kveður
Kristín Kalli amma afi og stelpurnar
Kristín (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.