Jei, við erum komin með húsið:)

Við fengu húsið okkar afhent á miðvikudaginnGrin og fórum í Legoland á flugeldasýningu til að fagna því, um leið og flugeldasýningin byrjaði þá fór að rigna. Við buðum vini hans Kormáks með okkur og fengu þeir að ráfa þarna um tveir, þetta fannst þeim bara æðiGrin. Kristófer naut þess að vera einn með okkur en fékk rosalega lítið hjarta í flugeldasýningunni og fór að hágráta og vildi ekki þessi læti, ég og hann löbbuðum því í áttina að bílnum og biðum eftir hinum við innganginnFrown. Okkur finnst nú pínu furðulegt hvernig húsin eru afhent hérna miðað við allt vesenið í kringum það að kaupaWink. Fyrrverandi húseigandi skildi örbylgjuofninn sinn eftir og sagði að ef við vildum hann ekki þá gætum við bara hent honum, hann skildi eftir eina uppþvottavélatöflu, smá gluggahreinsir ofl. Við hlógum nú af þessu og ég veit að ég fæ nóg að gera við að þrífaTounge.

Við erum búin að vera snúast í ýmsu út af húsinu, við erum búin að flytja ýmislegt fram og tilbaka (samt mest fram). Rúna, Mads og Emma komu til okkar í gær að hjálpa okkur við að mála húsið. Þannig að við byrjuðum í gær um 2 leitið og kláruðum núna í dag um 3 leitið. Þetta var ekkert smá mikil hjálp að fá þau, við hefðum örugglega rétt verið hálfnuð ef þau hefðu ekki komið. Mads er nú málari að mennt, þannig að hann gerði allt á þreföldum hraða miðað við okkur hin og skildi ekkert af hverju við vorum svona lengi að þessuBlush. Takk fyrir hjálpina, þetta var æði og mikill munur á húsinu okkarGrin. Við bárum inn nýja ísskápinn og frystikistuna, en mig vantar sterkari heldur en mínar til að bara þvottavélina inn, púffffff hvað hún er þungErrmSmile.

Á morgun er svo planið að þrífa þarna uppfrá og fara með ýmislegt dót sem er fyrir okkur hér. Svo verður lítið sem ekkert gert fyrr en aðra helgina í nóvemberGrinFrown. Nema þar að segja að gera ýmislegt fyrir skólann, undirbúa fund með kennaranum og leiðbeinandanum mínum, þar kemur sem sagt í ljós hvort ég standist starfsnámiðCrying. En í millitíðinni koma nú Jóhanna og Ingimundur til okkar og verða í viku, við hlökkum svo tilLoL.

Setti inn nýjar myndir í albúmið um húsið okkarSmile.

Knús og koss

Bergþóra og co

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að skoða myndirnar af nýja húsinu ykkar. Þið takið ykkur vel í málningarvinnunni. Þetta lítur allt mjög vel út hjá ykkur :)

Kveðja,

Valgerður, Halldór og sætasta snúllan :Þ

Valgerður (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 12:49

2 identicon

Hæ og til hamingju með húsið. Mér líst nú bara þrusuvel á þetta eftir myndunum að dæma hlökkum til að koma og hjálpa til aðra helgina í nóv.

Knús frá silkeborg 

Ragna (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 06:44

3 identicon

Hæ skvís, ertu þá að meina STRÓRA sendibílinn ?? knús frá Silkeborg

Ragna (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 09:05

4 identicon

Hæ hæ.

Innilega til hamingju með nýja húsið og gangi ykkur vel !!

Bestu kveðjur frá djöflaeyjunni

Stína og co...

Stína (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband