Næstum allir.....

komnir í helgarfríGrin. Jón er að vinna aftur þessa helgi, þannig að líklega sjáum við hann aftur eftir vikuFrown. Ég er nú að vona að hann komist eitthvað heim um helgina eða í vikunniGrin, annars er þetta svo langur tími sem þessi elska er í burtuCrying.

Vikan er búin að vera róleg en samt nóg að gera. Ég er ennþá að vinna í því að þrífa húsið okkar, en þetta tekur svo langan tíma þegar ekki er hægt að vera lengi í einuErrm. Strákarnir eru alveg ótrúlega duglegir þarna, leika sér í garðinum, spila í tölvu og eru með smá dót til að leika sér með. Þeir eru reyndar með eitt fast verkefni og það er að sjá til þess að það sé alltaf nóg brenni í fötunni okkar, þannig að við getum kveikt upp í brenniofninum okkarTounge.

Starfsnámið mitt gengur alveg vonum framar að mér finnstSmile, þær eru rosalega duglegar að efla sjálfstraustið hjá manni. Mér fannst nú yfirleitt að ég hefði þokkalega mikið sjálfstraust, en á það víst að draga mig til baka ef ég er ekki viss hvað ég á að gera í staðin fyrir að halda áfram, hmmmm, kannski að þetta sé réttGrin. En leiðbeinandinn minn segir að hún gæti samt góðkennt mig núna, þannig að ég er að gera eitthvað réttTounge.

Kormákur sagði við mig í gær "mamma, mér finnst Ísland betra en Danmörk", "nú af hverju", "æ, af því að mig vantar stundum meira knús en bara frá ykkur pabba, sérstaklega svona á kvöldin þegar ég er að fara að sofa", "ok", "já ég var orðin svo vanur því að fá knús frá ömmu, afa og Árna líka", hehe. Þetta var síðan rætt fram og til baka, en þrátt fyrir mikinn söknuð á fjölskyldunaCrying þá höfum við það gott hérnaSmile.

Núna bíðum við spennt eftir morgundeginum kl 17:25, því að þá stöndum við niður á lestarstöð og tökum á móti Jóhönnu og IngimundiGrin, hehe strákarnir eru fyrir löngu búnir að ákveða hvað á að vera í matinn og svo er planlagt nammi, snakk, rauðvíns og ostakvöld á morgun, mmmm, notóTounge.

Knús og koss

Bergþóra og co

Haldið endilega áfram að kvittaGrin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ! Voðalega er gott að frétta að þið sakna okkur familían hérna heima. Mér finnst líka voða gott að knúsa ykkur ;-). Annars til hamingju með nýja húsið, vonandi verður ekki of mikið að gera hjá ykkur því við komum 13. nóvember. Endilega láttu mig vita hvort það má koma með einhverju handa ykkur!

Elísabet (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 17:20

2 identicon

Sæl elskurnar er allveg brjálað að gera hjá ykkur þið hafið ekki tíma til að skrifa á síðuna ma,ma,ma fær ekkert að vita hvað er að gerast hjá ykkur..Ég bið að heilsa ykkur.

Pabbi (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband