26.10.2008 | 17:39
Ringing og meiri rigning
Það var nú alveg brjálað að gera í gær þar sem við vorum að undirbúa komu Jóhönnu og Ingimundar. Ég ætlaði að reyna að fá klippingu og gekk það nú ekki upp, þannig að við löbbuðum göngugötuna og fórum svo á Flóamarkað, þar var nú ekkert spennandi. Ég keypti þó Dior sólgleraugu á 100 dkr og var það, það eina, nei alveg rétt, ég keypti egg líka
. Við náðum svo að versla og fara með dót og frystivörur upp í hús áður en við fórum að ná í þau á lestarstöðina. Ingimundi fannst mjög gaman í flugvélinni en ekki eins gaman í lestinni, þannig að hann var nú feginn að koma hingað eftir allt þetta ferðalag. Það var eitt sem honum fannst þó athugavert og það var hvernig fólk talaði, þetta er nú líka svolítið skrítið tungumál sem er talað hérna
.
Strákarnir voru fyrir löngu búnir að ákveða hvað átti að vera í matinn og elduðum við því kjúkling í kóki, höfðum brauð, hrísgrjón og ferskt salat með. Ingimundi fannst hrísgrjónin og brauðið gott, en sósan var ógeðsleg (um að gera að vera hreinskilin, hehehe). Við horfðum á mynd, borðuðum nammi og snakk. Ég og Jóhanna vorum duglegar í hvítvíninu, bjórnum, grandi og mozart, mmmmm gott (það vantaði þó örlítið upp á heilsuna í morgun).
Við skelltum okkur í Legoland í dag og það var grenjandi rigning. Þrátt fyrir alla rigninguna skemmtum við okkur alveg konunglega. Strákarnir fóru í flest öll tækin og þegar við vorum öll orðin blaut og köld (aðallega köld) drifum við okkur heim. Kíktum á nýja húsið og fórum með lærið og slátrið í frystikistuna í leiðinni. Takk fyrir sendinguna mamma og pabbi, eins og venjulega var þetta alveg æði. Jóhanna kom nú með slatta af íslensku nammi, cheerios, lucky charms, innflutningsgjöf ofl og þökkum við innilega fyrir það
. Í innflutningsgjöf fengum við glös sem heita fjölskyldan mín, bók sem heitir Til hamingju með nýja heimilið og geisladisk, elsku mamma, pabbi, Árni, Jóhanna, Steini og börn, Valgerður, Halldór og litla snúlla takk æðislega fyrir þetta, rosalega flott
.
Jæja það er best að klára að elda.
Knús og koss
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maður á alltaf að segja hvað manni finnst, það segir mamma mín að minnsta kosti :)
Valgerður (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:59
Góðaqn daginn elskurnar okkar.Þetta sýnir hvað börn eru hreinskilin,ég man þá tíð Bergþóra mín þegar þú komst "okkur" í vanda þegar við vorum að versla á þig föt þér fanst fötin ljót.Hvaða ósiði eruð þið búinn að apa eftir DÖNUM .Að elda kjúkling í kók,það á ekki að skemma matin svona.Það er ekkert að þakka elskurnar okkar njótið matarins,við byðjum að heilsa


Guðmundur Helgi Ármannsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:33
Sæl elskurnar okkar ég og mamma ykkar lentum í lukkupottin í morgun við fórum í EPAL með kaffikönnuna okkar sem þið gáfuð okkur til að ath hvað þau vildu gera fyrir okkur ,okkur var sagt að fara í Kúnigúnd því þaul, væru umboðsaðilar fyrir Georg Jensen vörurnar svo við brunuðum niður á laugaveg í GEORG jENSEN þau voru mjög almenilegar sögðu að´þetta væri galli í könnuni og létu ökkur hafa nýja könnu sem kostar 27000þúsund krónur.Bið byðjum að heilsa ykkur


Guðmundur Helgi Ármannsson pabbi (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 12:42
Sæl elskurnar okkar.Hvað á það að þíða að skrifa núna það er komin 01.11 og ennþá ekki farin að skrifa,síðast skrifuðið þið þann,26 10 svo það er komin tími til að skrifa núna.Takk fyrir
Guðmundur Helgi Ármannsson pabbi (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 02:00
Hæ elskurnar, ég vildi bara svara kommentinu þínu í gestabók keisarynjunnar; peningar er ekki vandamálið heldur peningaleysið :Þ
ástarkveðja, litla familían.
Valgerður (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 23:17
Hæ elskurnar mínar.Það er ekk hægt að gera mikið fleiri kommend þegar ekki er bloggað neitt.Takk fyrir.
Guðmundur Helgi Ármannsson pabbi (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.