13.11.2008 | 20:22
Sorrrryyyyyy
En betra er seint en aldrei. Internetið var nú líka að stríða okkur eftir flutningana, en datt loksins inn í dag, jei
. Það er nú mikið búið að gerast hjá litlu familien í danaveldi. Núna er rétt rúm vika síðan Jóhanna og Ingimundur fóru heim aftur. Við áttum alveg frábæra viku með þeim og nutum þess bara að vera saman. Það var lítið verslað, lentum í fangelsi og eyddum síðasta deginum þeirra í köben saman. Ingimundur greyið fór að gráta út á flugvelli, og vildi ekki segja bless, en hann lét sig nú hafa það og gaf okkur öllum risaknús
. Mér fannst nú betra að hafa þetta eins stutt og hægt væri því að ég er að æfa mig í að gráta EKKI á flugvöllum
(tókst næstum). Elsku Jóhanna og Ingimundur takk æðislega fyrir frábæra viku, hlökkum til að hitta ykkur aftur
.
Æi, já þið viljið kannski vita eitthvað um fangelsisvistina okkarVið fórum í gamla ríkisfangelsið í Horsens, því var lokað og gert að safni og núna held ég að það eigi að byggja hótel (er samt ekki alveg viss). Þarna löbbuðum við um og kíktum inn í klefana og fannst strákunum þetta mjög spennandi en samt svolítið óhuggulegt í leiðinni.
Síðan að þau fóru er ég búin að vera að hugsa um börnin, vinna, læra og pakka. Endaði að vísu í smá tímaþröng með að pakka, en þetta hafðist allt og fluttum við mest allt á föstudaginn, með góðri aðstoð frá Kristni og börnum og Óla, Ástu og börnum. Takk æðislega fyrir hjálpina
. Við komumst að vísu að því að hjólinu hans Kormáks hafði verið stolið, það var greinilega nýbúið að því þar sem ég sá það úti á miðvikudaginn og þetta er samt ekkert sem maður er alltaf að pæla í. Við vorum frekar fúl yfir þessu og bjuggumst ekki við þessu þarna uppfrá, langt frá öllu
. En það er ekkert sem við getum gert, nema að kaupa nýtt handa honum næsta sumar
.
Á laugardaginn fórum ég og Kormákur niður í íbúð og fylltum vinnubílinn hans Jóns af dóti, fórum í Bilka að versla og aumingja Kormákur var varla að komast fyrir í bílnum á leiðinni heim. Óli, Ástu og co komu í mat á laugardaginn í íslenskt lambalæri, það ver eldað á eldgamla mátan, kryddað bara með salti og pipar, klikkar ekki. Við fengum okkur svo aðeins of mikið neðan í því og höfðum við hjónin timburmenn á yfirvinnu á sunnudaginn
. Við vorum að vísu mjög þreytt á þeim og vorum dauðfeginn þegar þeir fóru
. Við skelltum okkur þá niður í íbúð, tókum gardínur og myndir niður og er þá íbúðin gersamlega tóm núna
Við lofuðum eldri hjónum á efri hæðinni að koma og segja bless áður en við færum alveg og gerðum við það í gær. Þau voru rosalega ánægð okkar vegna að vera að flytja, og bíða þau sjálf eftir að geta flutt. Þau voru nú svo yndisleg og gáfu strákunum kveðjugjöf, þeir fengu lego og voru þeir hæstánægðir með þetta, léku sér mikið þegar við komum heim
.
Ég set inn myndir um leið og ég hef tíma til að anda.
Knús og koss
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var nú gott að fangelsisdvölin hafi ekki verið verri :Þ Ég held líka að þú (og við kvenkynið í fjölskyldunni) eigum aldrei eftir að geta EKKI grátið á flugvöllum eða við slíkar kveðjustundir. Við erum alltof tilfinninganæmar til þess og viljum alltaf hafa alla fjölskylduna hjá okkur.
Núna snjóar hér úti (svona stórar flyksur, jólasnjór) og litla snúllan er bara sofandi, ætla að taka hana inn næst þegar hún fer að gráta.
Jæja þangað til næst,
bæjó
p.s. við verðum að fara hittast á skype-inu i, ég ætla að reyna að vera alltaf með kveikt á því núna þannig að þið bara verðið að prófa að hringja. Veit t.d. ekki til þess að við séum að fara gera neit spes í kvöld annað en að vera heima.
ástarkveðjur, kossar og knús
Valgerður, snúllan og Halldór.
Valgerður (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 16:45
Hæ. Til hamingju með flutningana. Rosa gaman að þið séu flutt. Það er svo sem ekki mikið að frétta af okkur,alltaf það sama. Hlakka svo mikið til að sjá ykkur um jólin að ég er farin að telja niður dagana
. Hafið það gott þangað til ég sé ykkur.
Kv Ágústa og co.
Ágústa Björk Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 17:53
Innilega til hamingju með flutninginn í nýja húsið og vonandi á ykkur eftir að líða vel þar. Mikið væri ég til í að fara að heimsækja ykkur !
Bestu kveðjur frá Djöflaeyjunni
Stína.
Stína (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.