21.11.2008 | 20:23
Jæja þá er netið komið aftur:)
Vikan hjá okkur er búin að vera róleg, ég varð veik á laugardaginn. Fann bara hvernig hitinn steig á leiðinni upp í Ikea, við þurftum líka upp í Álaborg að ná í dót fyrir Jón, þar sem hann verður í Arhus næstu vikurnar. Ég svaf mest allan tíman sem við vorum á ferð, þannig að þetta var ekki mjög ánægjuleg ferð, en hafðist. Ég var svo heima mánudag og þriðjudag frá vinnu, en var mjög glöð að fara aftur í vinnu á miðvikudag
.
Fordinn var bilaður eins og ég sagði frá síðast og fengum við hann úr viðgerð í dag. Maðurinn hélt að heddið væri farið, en sem betur fer var það bara heddpakkningin. Ég er samt búin að komast að því enn og aftur að TOYOTA eru bestu bílarnir.
Kormákur er hjá vini sínum núna og gistir þar, við notuðum tækifærið og skelltum okkur upp í Give til að kaupa hluta af jólagjöfinni hans og svo í baksturinn, þannig að hægt sé að bara einhverjar smákökur fyrir jólin.
Ég er núna að láta mig kvíða fyrir fundinum sem ég verð með á mánudaginn, með leiðbeinandanum á leikskólanum og kennara frá skólanum, þarna förum við yfir hvernig allt hefur gengið. Ég veit að ég verð góðkennd, en leiðbeinandinn minn er búin að vera í fríi alla vikuna og veit ég ekkert hvernig þetta verður eða hvað hún hefur skrifað. En ég segi ykkur betur frá þessu á mánudaginn.
Þar til næst, verið góð hvert við annað.
Knús og koss
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæ elskan og fyrirgefðu að við vorum ekki heima í gær. við ákváðum að fara í bíó með árna þór. fórum að sjá james bond. snúllan var í pössun hjá ömmu sinni á meðan. ég verð heima alla helgina þar sem halldór verður í kolaportinu til kl. 17 báða dagana.
en annars langar mig að spyrja hvað þýðir að þú verðir "góðkennd"?
kveðja valgerður og snúllan.
Valgerður (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 14:15
Sæl öllsömul.Elsku Bergþóra mín hvernig þér í dag með fundin sem þú kveiðs fyrir.
Guðmundur pabbi (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 19:39
24
Guðmundur Helgi Ármannsson pabbi (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 16:15
Góðan daginn elskurnar.Hvað er að frétta af ykkur ég var að reyna að hringja í ykkur í hádeyinu mér var ekki svarað ég skil það ekki allveg............
Guðmundur pabbi (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.