3.12.2008 | 21:10
Spennan að aukast
hér á bæ, enda ekki langt í jólafrí, oh það verður bara æði
.
Það er að sjálfsögðu búið að vera nóg að gera hér á bæ. Búin að baka allr smákökurnar, sörur, brúna og hvíta lagtertu, hvíta og brúna rúllutertu. Við eigum örugglega eftir að eiga þetta fram að næstu jólum, en hvað um það, við skemmtum okku stórvel við baksturinn hlustandi á jólatónlist. Síðustu helgi notuðum við í að kaupa nokkrar jólagjafir og völdu strákarnir sjálfir gjafir handa ömmu Ingunni og afa Gumma, rosalega ánægðir með það (enda líka vel valið hjá drengjunum
), við erum þó ekki búin að kaupa allt og vonandi næ ég að klára núna um helgina. Jón Óskar var að vinna langt fram eftir kvöldi á föstudaginn, og á laugardaginn og átti svo að eiga frí á sunnudaginn og ætluðum við að nota hann vel til að setja upp jólaskraut og bjóða aðventuna velkomna í nýja húsið okkar
. Við byrjuðum vel, settum upp jólaseríur, ég gerði aðventukrans og kertaskreytingu fyrir dagatalakertið
. Jón var svo kallaður út í vinnu og kom seint heim, enn eitthvað náði ég að gera. Enn er hann að vinna fram eftir og á að vera að vinna næstu helgi líka, þannig að það er kannski bara fínt að það sé að koma jólafrí
.
Það er jólaföndur á leikskólanum á morgun bæði hjá mér og Kristófer og annað kvöld í skólanum hjá Kormáki. Ég ákvað að fara frekar með Kristófer og Kormáki og fékk að breyta minni vinnu á morgun, þannig að ég kemst með þeim báðum og Jón fékk meira að segja frí eftir hádegi til að koma með okkur, hehe bara gaman
.
Jæja, mig langaði bara að bulla eitthvað smá.
Knús héðan
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:14 | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alltaf gaman að baka og föndra fyrir jólin :) hlakkar til þegar ég get farið að gera það með minni snúllu :)
Valgerður (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 11:21
hæhæ já spennan er nú líka farin að aukast hér á bæ :0) en það var nú gott að ég kom ekki með Bjarna Harald til þín síðustu helgi þar sem hann veiktist um kvöldið og er enn veikur :( en þú getur lesið um það á bloginu ef þú vilt :) kæer kveðja frá Silkeborg
Ragna (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 17:00
Vildi bara segja þér að tilhlökkunin eftir að fá ykkur heim jókst mikið hjá mínum manni eftir símtalið í gærkvöldi. Við söknum ykkar og hlökkum til að sjá ykkur.
Jólakveðja Jóhanna og fjölsk.
Jóhanna (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.