Er allt að verða vitlaust?

Ég spyr bara. Ég er búin að vera að láta mig dreyma um eina úlpu frá 66 og langaði mér að kaupa hana um jólin. Síðast þegar ég skoðaði hana kostaði hún 34þús krónur og fannst mér það bara askoti nóg fyrir eina úlpu, núna var ég að kíkja aftur og kostar hún rúmlega 62 þús krónur Við erum að tala um 100% hækkunCrying. Ég meina það, er ekki allt í lagi með þetta lið þarna, hver fer að borga yfir 60 þús krónur fyrir eina úlpuW00t. Ég held að ég fjárfesti frekar í einni hérna áður en ég kem heim.

Jón er á leiðinni heim frá vinnu núna eftir 25 tíma, hann verður þreyttur, ég verð heppin ef hann sofnar ekki ofan í matinn sem ég er að eldaSleeping.

Á fimmtudaginn fórum við á föndurdag hjá Kristófer í leikskólanum og á jólaskemmtun hjá Kormáki um kvöldið. Hjá Kristófer fengum við eplaskífur og kaffi, gerðum kókoskúlur, perluðum, gerðum jólaföndur oflGrin. Hjá Kormáki var aðkeyptur matur og möndlugrautur í eftirréttTounge. 2 bekkir sýndu leikrit og var Kormákur dreki (gleymdi því myndavélinniCrying), Þetta var rosaflott hjá þeim. Vinur hans fékk víst smá sviðsskrekk og gleymdi hvar hann var, og þá heyrðist bara í honum "ææ, bíðið þið aðeins"Smile, allur salurinn sprakk úr hlátri, alveg æðislegurLoL.

Jæja skrifa meira síðar og vonandi fer ég að drulla einhverjum myndum hérna inn, kemur í ljós.

Knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er klikkun með úlpuna það finnst mér . Mér langar nú nokkup mikið í svarta kápu úr debemhams en hún kostar nú bara 14000.

Kv;Ragnheiður S frænka á Íslandi

Ragnheiður Sigurbjörg (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband