Þá er Íslandsferðinn búin:(

Eins og flestir vita fórum við til Íslands yfir jól og áramót. Við byrjuðum á að gera laufabrauð sama kvöld og við komum. Svaka fjör þar og fengum hangikjöt í matinn, mmmm gottGrin.

Við höfðum ekki tíma í að klára jólaundirbúninginn hérna heima í Danmörku þar sem strákarnir urðu veikir vikuna áður en við komum, þannig að stressast var í bæinn strax á laugardeginum að kaupa jólagjafir ofl. Á sunnudeginum var skírn hjá litlu dúllu henni Ingunni Rebekku, var það svaka fín veisla með súpu, brauði og skírnartertu, til hamingju elsku litla frænka með nafnið þittGrin.

Á mánudeginum fór ég á Geislabaug í heimsókn, fengum þar höfðingjalegar móttökur með jólatréssúpu með skrauti, salat og heimabakað brauð, takk æðislega fyrir okkurSmile. Farið var svo í bæinn aftur og haldið áfram að kaupa.  Þorláksmessa var meira afslappandi, ég náði í Aðalheiði og Hlyn á leikskólann þar sem hún Aðalheiður bað svo fallega og sagði að ég yrði að sjá leikskóladeildina, heheTounge. Við fórum svo niður á Laugaveg þegar farið var að dimma, fórum á kaffihús og fengum okkur heitt kakóGrin. Leiðin lá svo í Elko að kaupa jólagjöf handa Kristófer frá Kormáki og svo í Hagkaup að kaupa jólafötin á strákana, því lukum við klukkan 21:30 og fórum þá heim að hvíla okkurGrin. Höfum aldrei verið svo sein að kaupa jólaföt ofl, en þetta reddaðist.

Við áttum svo yndisleg jól í faðmi fjölskyldunnar og nutum þess bara að vera með þeim. Strákarnir sváfu alltaf fram að hádegi helst, við vöktum þá stundum þannig að þeir færu aðeins fyrr í rúmið, gekk illa, en gaman var hjá þeimGrin.

Gamlárskvöldið var rólegt en gott, horfðum á flugeldasýningu í Björtuhlíðinni hjá nágrönnum Jóhönnu og Steina og sprengdum nánast ekki neitt af okkar flugeldum. Gerðum það bara á nýjársdag í staðinn.

Voðalega gaman að hitta alla, en verst var að ná ekki að hitta alla almennilega, það voru nokkrir sem við hefðum gjarnan vilja eyða meiri tíma með, en svona er nú það þegar ekki er lengri tími.

Elsku vinir við óskum ykkur öllum gleðilegs árs, hafið það sem allra bestWizard.

kossar og knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband