Ég er svo ánægð með......

litlu (stóru) strákana mína. Byrjum á Kormáki, honum kveið mikið fyrir því að byrja í nýja skólanum og lét ég hann vita af því að hann væri nú svo opinn og skemmtilegur strákur að hann þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Hann byrjaði svo í skólanum í gær og féll strax vel inn í hópinn. Honum finnst kennarinn sinn frábær og hann fann sér einn vin í gær sem hann var að leika við þegar ég náði í hannSmile. Í morgunn mátti hann varla vera að því að segja bless við mig hann var svo tilbúinnLoL. Hann fékk svo boðskort í afmæli sem hann fór í, í dag og fannst mömmu stráksins hann rosalega duglegur og eins og hann hafi verið í bekknum lengiGrin.

Svo er það hann Kristófer, hann vildi nú frekar fara á sinn gamla leikskóla en þann nýja. Jæja við fórum svo í gær og ég var hjá hinum í smátíma og fór síðan með Kormáki yfir í skólann og sagði Kristófer að ég kæmi aftur að segja almennilega bless. Ok ég kem svo aftur og lætur hann mig bara vita af því að ég megi bara fara í vinnuna og vinkar mér bless. Þegar ég kem aftur var hann úti að leika við strák sem heitir Oliver, alveg hæstánægðurGrin. Í morgun var þetta ekkert öðruvísi, bara bless mamma sjáumst í dagSmile. Ég afhenti þá að vísu báða í dag á leikskólanum (morgungæsla skólans er þar líka, ég þurfti að opna í mínum þannig að þeir voru komnir 6:30), en þeir spáðu ekkert í það og fóru bara í hvor sína áttinaSmile.

Svo er bara að vona að það komi ekki bakslag hjá þeim, en ég er ekkert smá stolt af strákunum mínum yfir því hversu duglegir þeir hafa verið að aðlagast öllu hérna síðan við fluttum.

Jæja ég sit vonandi inn myndir fljótlegaWink

Kossar og knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottir þessir strákar... kippir í kynið sko

Bestu kveðjur Stína... og btw gleðilegt ár!

Stína (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 20:14

2 identicon

Það er ekki að spyrja að því, auðvitað spjara þeir sig, þeir eru bestir :)

ástarkveðjur frá okkur þremur.

Valgerður, Halldór og Ingunn Rebekka (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband