Komin tími á smá færslu.

Stundum veit ég ekki alveg af hverju ég er að þessu, þar sem mér finnst ég ekkert hafa að segja, en jæja reyni nú að krota eitthvað niður.

Núna erum við búin að vera heima í 1 1/2 viku og lífið farið að ganga sinn vanagang aftur. Strákarnir eru báðir hæst ánægðir með leikskólann og skólann og standa sig að sjálfsögðu ennþá súper velWink.

Síðustu helgi fékk Kormákur Lucas vin sinn í heimsókn og gisti hann hérna hjá honum. Þetta er vinur frá gamla bekknum hans, þeir spjölluðu í síma á hverjum degi alla vikuna, því þeir voru svo spenntir að hittast aftur eftir svona langan tímaGrin. Lucas hringdi meira að segja úr afmæli í hann, bara svona þannig að hinir gætu líka talað við hann ef þeir vildu, Kormákur ekkert smá montinnSmile. Lucas kom líka með "bók" sem innihélt sér bréf frá hverjum og einum í gamla bekknum, voða flott og gaman að lesa þettaGrin.

Jón Óskar fékk alveg að sjá um drengina þarna, þar sem ég fór út að borða með vinnunni, á Grease söngleik og svo á pöbbinn. Grease var algjör snilld, þarna var ekkert svona frægt fagfólk heldur bara áhugafólk, en mikið rosalega var þetta flott, allur salurinn klappaði í takt við lögin og það var eins og allir vildu bara vera með á sviðinuGrin. Þegar ég kom á pöbbinn fann ég fyrir því að ég væri að verða "gömul", mér fannst bara pirrandi þegar fólk rakst í mig og allt þetta tilheyrandi. Arrrggg, hefði nú bara frekar vilja fara heim og fá mér í glas með manninum mínum og nokkrum vinum þar, nenni ekki þessu bæjarstandiSmile.

Á sunnudaginn fórum við til Þýskalands til að fylla á lagerinn hjá okkur og kipptum að sjálfsögðu með smá á lagerinn hjá Óla og Ástu (um að gera að nýta ferðina þegar loksins er farið).

Setti inn nokkrar myndir frá Íslandsferðinni.

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ já finnst þér þetta ekki vera komið gott af veikindum hjá okkur ?? ég er allavegana búinn að fá nóg :(

En við verðum nú að fara að plana hitting ég verð að fara að koma og sjá slottið ykkar :) hvað segið þið með næstu helgi ? þá á ég fríhelgi :) verðum í bandi

Knús frá Silkeborg 

Ragna (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:33

2 identicon

Skil þig með pöbbaröltið - hef aldrei verið fyrir svoleiðis. Langskemmtilegast að vera heima í góðra vina hópi.

Valgerður (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband