20.1.2009 | 17:37
Tilkynningarskyldan kallar:)
Ég varð rosalega ánægð á fimmtudaginn, þá fékk ég sms frá Jóhönnu, þar lét hún mig vita af því að þau væru að koma í heimsókn eftir viku, þau eru sem sagt að koma á fimmtudaginn og verða fram á mánudagsmorgun, hehe bara gaman.
Annars gengur allt sinn vanagang hérna. Ég er að vinna að verkefni sem ég þarf að skila af mér í næstu viku og gengur það mjög hægt, en vonandi næ ég þessu. Á föstudaginn eftir viku er svo síðasti dagurinn minn í starfsnáminu og hlakkar mér ekkert til að hætta. Gott að starfsnámið er búið, en ég væri tilbúin að vinna þarna áfram sem leiðbeinandi/pædagog.
Helgin hjá okkur var mjög róleg. Kormákur svaf hjá Lucas vini sínum bæði föstudag og laugardag. Hann fór með Risk spilið sem við gáfum honum í jólagjöf og aftur vann Lucas (Kormáki til mikillar mæðu). Ég, Jón og Kristófer slöppuðum af yfir sjónvarpinu og kíktum á Toy story 1 og Kung fu panda, borðuðum íslenskt nammi og popp. Poppið fengum við að vísu bara á laugardeginum, þar sem ég reyndi að kveikja í húsinu á föstudeginum, vegna þess að ég gleymdi poppinu í örbylgjuofninum
, og var lyktin ekki góð.
Á laugardaginn vorum við nú samt úti að saga timbur í brenni. Enn á föstudaginn fengum við 18 rúmmetra í innkeyrsluna. Að sjálfsögðu voru teknar myndir af haugnum og setjum við þær inn seinna. Jón er nú búinn að vera duglegur að reyna að saga, enn er ekki búin með helminginn, púff þvílík vinna.
Jæja nenni ekki meiru.
Knús og koss
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
TAKK FYRIR OKKUR! Ferðin var frábær og heimferðin gekk líka vel. Eins og þú veist þá vill Ingimundur helst bara flytja til ykkar
en foreldrarnir eru svo leiðinlegir við hann að þeir vilja hafa hann hjá sér
En við erum strax farin að sakna ykkar og vonumst til að komast sem fyrst aftur a.m.k. í sumar (verður nú líklega ekki fyrr). En aftur takk kærlega fyrir okkur Jóhanna og fjölskylda
Jóhanna (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.