30.1.2009 | 21:51
Jæja....
Þá er loksins komið að færslu. HMMMM, já byrjum á því skemmtilegasta. Jóhanna, Steini og börn komu til okkar um síðustu helgi. Mikið ofboðslega var gaman að fá þau. En henni Aðalheiði fannst nú samt svolítið svindl að núna var Ingimundur búinn að koma tvisvar en þau bara einu sinni, og svo næst þegar þau kæmu þá er Ingimundur búinn að koma 3, en þau BARA 2, hehe. Þau voru smá dugleg að versla, þar sem var rosa fín útsala í H&M, ég fékk skíðabuxur á Kristófer á 20dkr í stað 129dkr, ekki slæmt
. Fórum í sund á sunnudeginum í Kolding og var okkur bara KALT og greyið Hlynur vaknaði með kvef á mánudagsmorgun
. Jóhanna og Steini buðu okkur svo öllum út að borða á hótelinu hér í Gadbjerg, TAKK FYRIR ÞAÐ. En það var nú bara upplifun út af fyrir sig að þegar við komum þangað, þá fengum við að vita að eldhúsið væri lokað (Kl:18:30), nú ok. Heyrðu sagði maðurinn ég ætla að ath hvort kokkurinn minn sé til í að taka þetta áður en hann fer heim. Kokkurinn er til í það og vegna mikillar forvitni hjá okkur fáum við að vita að hún var hrædd um að komast ekki heim vegna veðurs, hehe. Það var smá snjókoma og kannski tveir cm snjór, hehe og við fórum gangandi(alla þessa leið, niður götuna)
. Svona er Danmörk, hihi. En allavega þá var þetta alveg frábær helgi þrátt fyrir smá frekjuköst í litla syni okkar, hehe. Takk fyrir frábæra helgi elskurnar. Knús á Línuna
.
Ég er búin með starfsnámið mitt og fannst mér bara ekkert gaman í dag að hætta. Í gær afhenti ég verkefnið mitt hjá leiðbeinandanum mínum og fékk mitt síðasta spjall við hana. Þetta er alveg frábær kona í alla staði og náðum við vel saman. Við skiptumst á gjöfum (hafði ekki hugmynd um að hún væri með gjöf handa mér), fékk frá henni bókina Chokolate, hún sagði að maður þyrfti að lesa eitthvað annað heldur en bara námsbækur
. Fékk svo rauðvín og núggathúðaðar möndlur frá leikskólanum
( Karin vissi að mér þætti rauðvín smá gott, skil ekki af hverju).Í dag kvaddi ég svo krakkana, fór með skúffuköku handa þeim og fór heim með kaffikrús sem tvær stelpur máluðu á og var skrifað á hana "1000 tak for denne gang, vi vil savne dig BEGGA", bara yndislegt
. Frá einni stelpu fékk ég svo toblerone, það hafði hún valið sjálf. Mér fannst jafnleiðinlegt að kveðja þarna eins og á Geislabaugi
.
Jón Óskar hefur nóg að gera í sinni vinnu og svo þegar hann kemur snemma heim fer hann út að saga brenni. Haugurinn fer smá minnkandi, en mikil vinna eftir samt, enda var þetta MIKIÐ TIMBUR.
Jæja, hef ekki meira í bili.
Knús og koss
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skil alveg aumingja kokkinn að hafa áhyggjur af því að komast ekki heim, ég meina 2 cm! halló Hafnafjörður! Það er búið að snjóa dáldið hér heima og það sést best á grindverkinu á pallinum okkar, þar safnast snjórinn saman, þetta er svona ca 10 cm+ sem er þar ofaná. Þannig að miðað við DK standard þá ætti ég bara helst ekki að komast út né Halldór í vinnuna vegna ófærðar, hehehe:)
Valgerður (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 23:21
Sæl elskurnar mínar.Pabbi ykkar er búinn í meðferðini,ég kom vel útúr þessari
skoðun
Pabbi (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 00:46
Það er svona þegar maður er alltaf inn á facebook þá gleymir maður þessum bloggsíðum. En allavega þá skil ég vel að þau eigi eftir að sakna þín þarna í leikskólanum, það er ekki létt að sjá á eftir annari eins manneskju og þér Bergþóra mín. Vildi að þú kæmir aftur á Geislabaug en hver veit
Hafið það sem best knús knús frá mér!
Þóra Jóna (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.