10.2.2009 | 18:19
Maður gleymir sér....
alveg, þegar maður er með þetta facebook, en ég reyni.
Byrjum á síðustu helgi. Kormákur fékk Lucas vin sinn til sín á föstudaginn og gisti hann hérna hjá okkur. Það er nú alltaf fjör hjá þeim og verður maður varla var við þá. Jón Óskar fór enn einu sinni út að saga brenni, hann kláraði svo á laugardaginn, þannig að búið er að saga allt, 14 m3, og núna á "bara" eftir að kljúfa það og raða á bretti
.
Á laugardagsmorguninn vakna ég svo eitthvað skrítinn, með mikinn svima og hausverk. Pabba Lucas leist ekkert á mig þegar hann kom að ná í drenginn og sagði mér bara að fara upp í rúm aftur og hvíla mig
. Mér fannst verst að við vorum búin að bjóða Rögnu, Kristni og börnum að borða hjá okkur. Ég var náttúrulega miður mín og þrjóskaðist við að hringja og afboða. Það vildi svo vel til að ég var dugleg að drekka og náði að jafna mig að mestu leiti um 13:30. Ég og Jón komumst að því að, að ég var bara veik til að ég þyrfti ekki að fara út að hjálpa honum að saga brenni, hann var nefnilega búinn um þetta leiti, hehe
. Ragna og co komu svo til okkar í kaffi og borðuðum við svo svínapottrétt í kvöldmat. Ragna fór að segja mér frá þessu fína Naan brauði sem þau eru farin að baka sjálf og ég fékk svo Kristinn til að baka handa okkur með kvöldmatnum, hehe ekki alltaf sem maður fær gestina til að baka hjá sér
. Takk fyrir frábæra stund, alltaf gaman að fá ykkur
.
Á sunnudaginn höfðum við það bara notalegt, strákarnir léku sér úti í snjónum á meðan við vorum í leti hérna inni. Við drulluðum okkur þó út, fórum á smá göngu (ætlunin var að fara út í skóg, en strákarnir okkar fengu frekjukast og var snúið við), fórum heim aftur og hengdum ný bönd á útisnúrurnar okkar, síðan þá er búið að snjóa og snjóa, þannig að ég hef ekkert geta hengt út.
Ég er núna í vetrarfríi með strákunum út þessa viku og ætlum við að njóta þess vel að vera í fríi. Í gær mánudag fórum við upp í Give til Ástu og drógum Ástu, Charlottu og Ragnar með okkur í brekkuna í Give til að renna okkur á sleða og ruslapokum. Þetta var bara gaman, meira að segja fórum við "gömlu" konurnar nokkrar bunur líka, hehe, ég var alveg að fíla mig.
Í dag fórum við heim til Jette (í sveitina), þar sem leikskólinn (sem ég var í starfsnámi á) var að hugsa um hestinn þeirra. Við löbbuðum nú bara, þar sem þetta er 5-10 mín gangur. Þegar heim var komið gerðum við snjókarl, bökuðum sjónvarpsköku og kryddköku. Núna sit ég með Kormáki og Kristófer og horfi á Madagascar. Jón er í sínu gámaræksni aleinn langt í burtu frá okkur. Við mundum nú miklu frekar vilja hafa hann hjá okkur, en svona er nú þetta
.
Jæja skrifa meira seinna og reyni að drulla inn einhverjum myndum.
Kossar og knús.
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 11.2.2009 kl. 11:57 | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælsku Bergþóra og synir.Þetta er allveg rétt hjá Jóni Óskari ég held að þú hafir ekki nennt út að hjálpa honum.



Pabbi (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 23:06
Hæhæ og takk fyrir síðast, það er nú einginn snjór hér í Silkeborginni en ég hvarta nú ekkert yfir því. Ég er bara sófadýr núna en ég fékk hríðar á sunnudaginn og var lögð inn en fékk svo að koma heim í gær og nú á ég bara að liggja fram að fæðingu svo það verður varla mikið úr sumarbústaðaferð hjá okkur :(
knús
Ragna Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.