15.2.2009 | 10:47
Góðan og blessaðan daginn:)
Þá er vetrarfríið senn á enda. Ég og strákarnir erum búin að hafa það rosalega gott. Við erum búin að vera mikið heima og gera lítið sem ekkert, spila, horfa á myndir, leika úti í snjónum og inni. Á miðvikudaginn fór Kormákur í hlutverkaleik, þar sem hann barðist við 20 aðra með sverðum og öxi ofl. Þetta var hann að fíla í botn, þeir fengu vopn frá stjórnendum, var það gert til að allir væru með vopn sem ekki meiða. Kristófer fékk svo að vera með síðasta hálftímann eða svo
.
Við fórum á fimmtudaginn í Plantorama (Blómaval), þar vorum við að kaupa skrautsteina og kíktum á dýrin í leiðinni. Okkur langar að fá okkur kanínur og kisu, mýsnar finnst mér EKKI spennandi að fá heim, en strákunum líst vel á það. En þetta kostar alveg slatta með búri og öllu tilheyrandi, mér finnst það samt alveg þess virði að leyfa strákunum að fá gæludýr
.
Á föstudaginn fengum við svo Jón Óskar heim til okkar eftir dvöl hans í Gámaræksni upp í Stövring. Þá vorum við hin búin að gera allt voða fínt, þannig að við gátum bara slappað af og notið þess að vera saman
.
Laugardagurinn fór í að fara á flóamarkað (vorum inni í 10 mín), reyndum að kaupa brenni í 3 búðum en allt var uppselt. Þegar heim var komið fengum við okkur kaffi og spiluðum svo Risk Transformers. Elduðum okkur góðan mat í tilefni dagsins, forrétt, aðalrétt og ananasfrómas í eftirrétt, með þessu drukkum við svo rauðvínið sem ég fékk frá leikskólanum (frábært rauðvín), klæddum okkur í fín föt og að sjálfsögðu var fína matarstellið notað, mmm þetta var æði. Eftir matinn horfðum við svo á Lord og the rings og borðuðum nammi, að vísu voru allir svo saddir eftir matinn að lítið kláraðist úr nammiskálinni
. Ég saumaði smá í fæðingastreng sem ég er að gera fyrir Aðalheiði, strákarnir blöðruðu út í eitt, þannig að við náðum lítið að fylgjast með myndinni, hehe algjörar dúllur
.
Í dag er planið að fara út og reyna kljúfa smá brenni og raða upp til þurrks. Að vísu snjóar úti, en það er um að gera að láta á það reyna, við förum þá kannski bara í snjókast ef ekkert gengur, hver veit, hehe. Ætlum bara að gera eitthvað notó í dag, því að svo hefst ný vika á morgun með skóla og vinnu
.
Hafið sem allra best, þangað til næst.
Knús og koss
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.