Enn ein pestin....

búin að berja að dyrumFrown. Kristófer vaknaði í morgun með hausverk og er svo farinn að kasta upp líkaSick, þannig að það er fjör hér á bæ. Charlotta ætlaði að koma og leika við Kristófer í dag því að hún nennti ekki á ferðasýningu með Óla og Ástu, en nú er spurning hvort hún komi.

Vikan er annars búin að vera róleg. Ég var að vinna verkefni með hópnum mínum og fannst sumum samvinnan erfið. Við erum 6 í hópnum og allar mjög ólíkar. Þannig að það verður að ræða þetta aðeins þannig að það sé nú ekki ein sem stjórnar öllu, og við hinar getum fengið okkar skoðun framSmile.

Kormákur fór til Lucas í gær og svaf þar í nótt (what's new, hehe), núna er hann svo kominn í afmæli til einnar stelpu í skólanum og verður þar til klukkan þrjúGrin. Við ákváðum að dekra aðeins við Kristófer á meðan og fengum okkur kjúkling í gær og svo var horft á Tarzan 2 og borðað snakk og nammiTounge. Að öðru leiti verður þessi helgi með rólegra mótinu hjá okkur. Reyndar ef Kristófer verður hress á morgun förum við á grímuball og sláum köttinn úr tunnunni í íþróttahúsinu hér í bænumGrin. Læt ykkur nú vita af því seinna.

Takk Vilborg fyrir að prjóna vestið fyrir mig, það er rosalega flottGrin, og upptakarinn frábær, Kristófer ýtti oft á hann í gær til að hlusta á Hómer heheLoL.

Síðast en ekki síst er það afmæliskveðja til Stínu. Innilega til hamingju með afmælið á morgun Stína og vonandi færðu alveg frábæran dagGrin. Bestu afmæliskveðjur frá okkur öllum.

Koss og knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æ það er ekki gaman að fá pest. vonandi jafnar dúllan mín sig fljótt.

Valgerður og litla frænka (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 12:42

2 identicon

Halló elskurnar Bjarni frændi þinn og Steinunn er búinn að vera í bænum í 2daga frekar en 3daga mamma þín var að keyra þeim í Smáralindina í dag  þau sögðu mömmu þinni að þau ættu að mæta út á flugvöll kl 15:45 en þegar þau komu á völinn var vélinn farinn.

Guðmundur pabbi (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband