27.2.2009 | 19:51
Nýr fjölskyldumeðlimur:)
Við erum loksins búin að láta verða af því að fá okkur gæludýr. Það var gömul kona sem átti 9 mánaða gamlan Himalyan colorpoint kisu, vildi losna við hann vegna þess að hún gat ekki séð umm hann lengur. Hann heitir Nemó, sem mér fannst svolítið fyndið þar sem fyrsta dýrið (trúðfiskur) sem Valgerður og Halldór áttu hét Nemó, en það var barnabarn konunnar sem skýrði kisu
. Strákarnir eru að vonum mjög spenntir yfir kisu og eru því frekar fúlir að hann felur sig mest undir sófa. Við erum nú ekki að hafa áhyggjur af því strax þar sem við náðum bara í hann í dag
.
Kristófer er búinn að vera veikur alla vikuna, með hitavellu og kvef, Þetta byrjaði nú síðasta laugardag með uppkasti og svo hélt þetta áfram, þannig að það er búið að vera fjör hér á bæ alla vikuna. Það sem mér fannst nú samt frekar furðulegt að hann var með upp í 39,2 í hita en það sást varla á barninu, þannig að fyrir hann hefur þetta ekki heldur verið gaman. Ég fór í skólann einn dag af fjórum
. Við leyfðum Kristófer nú samt að koma með á skemmtun í skólanum hjá Kormáki í gær (fimmtudag), vegna þess að okkur langaði báðum að fara
. Skemmtunin byrjaði á að krakkarnir sýndu dans og snú snú í leikfimissalnum. Kormákur hoppaði líka í snúsnú þar sem tveimur böndum er snúið (þetta langaði mig alltaf að læra þegar ég var yngri, en enginn gat kennt mér). Við fengum svo Gadbjerg peninga þegar við komum yfir í skólann sem mátti eyða í spilavíti, kökur, kaffi, búð ofl skemmtilegt. Kormákur hafði líka gert teiknimyndasögu ásamt öðrum strák, þar sem þeir "fengu" peninga og áttu að segja hvað persónurnar voru að gera, hvað það kostaði, hversu miklu var eytt í heildina og hvað var eftir
. Mér fannst þetta peningaþema sniðug leið til að kenna þeim bæði um peninga og að reikna
.
Jón Óskar kom heim í gær og var í fríi í dag, þar sem átti að smyrja gröfuna. Hann heppinn að fá langa helgi. Mér fannst þetta frekar skrítið, þar sem ég var í fríi í skólanum líka. Sem sagt laugardagur 1 þessa helgina, hehe. Hann fór að sjálfsögðu út að kljúfa brenni í morgun og ég að raða, það á bara að taka á því þessa helgina og reyna að klára þetta. Ekki hægt að vera með þetta hangandi á eftir sér lengur
.
Jæja þangað til næst. Setti inn nokkrar myndir af Nemó.
koss og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 28.2.2009 kl. 14:48 | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæhæ og til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn, hann má nú alveg fela sig undir sófa þegar ég kem í heimsókn þar sem ég er frekar hrædd við ketti
en ef hann er rólegur reddast þetta kannski 
Knús frá Silkeborg
Ragna S. Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 10:40
Skrifa eitthvað nýtt, annars frétti ég ekki neitt þar sem ég er ALDREI heima hjá mér og ekki með FACEBOOK (Verð alltaf að vera öðruvísi en allir aðrir). Aðalheiður hefur miklar áhyggjur af því hvar kisi eigi að vera þegar hún kemur í heimsókn þar sem hún og Hlynur eru nú hrædd við ketti (hennar orð). Heyrumst fljótlega. Jóhanna
Jóhanna (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.