Alltaf rekið á eftir manni.......

Jóhanna var víst að reka á eftir færslu hérna. Sorry hef bara ekki haft neitt að segjaFrown.

Síðustu helgi vorum við að vinna í því að klára að kljúfa timbrið og raða því upp til þurrkunar. Við spiluðum, horfðum á sjónvarp og bara þetta venjulega helgardæmi okkarGrin.

Þessa vikuna erum við Kristófer farin að hjóla í leikskólann og Kormákur hleypur á eftir, þar sem við erum ekki búin að kaupa nýtt hjól handa honum (kemur vonandi fljótlega), en smá grín, ég fylgi nú alltaf með honum, en tek svo á því á leiðinni heim afturLoL.

Á þriðjudaginn fékk ég rosalega skemmtilegan póst, en það var umsögn um Kormák frá skólanum hans. Í öllum fögum og frá öllum kennurum var ekkert nema jákvætt um hann að segja. Hann er jákvæður, tillitsamur, duglegur að koma sér að verki, á auðvelt með að setja sig í spor annara, bíður rólega eftir að röðin kemur að honum og allt eftir þessuLoL. Guð hvað við erum montinn og stolt yfir syni okkarInLove.

Ég er búin að vera í prófi frá því á þriðjudaginn og skila því á morgun. Prófin hérna eru svo gjörólík því sem við höfum heima (allavega þeim sem ég hef kynnst). Við fengum semsagt útdeilt þremur valmöguleikum, blaðagrein, setning, og mál (vandamál í unglingaklúbbi sem þurfti að leysa). Út frá þessu áttum við svo að skrifa 8 bls+viðhengi og allt það. Þetta er erfiðasta fag sem ég hef kynnst og kallaði ég hreinlega á hjálp til að fá hugmyndir hvað ég gæti gert, svo var það mitt að útfæra þær. Í raun átti ég að skila í gær en fékk frest vegna "tungumálaörðugleika" þar til á morgun. Allt þetta próf gekk út á að finna lög og reglur, nútímasamfélagið ofl, púff þetta var bara erfitt. Svo er bara að bíða eftir einkunn sem á að koma síðasta lagi 30 mars og vona að maður náiErrm.

Ekkert plan er fyrir þessa helgi, nema að reyna að finna út úr einhverju með garðinn, kryddjurtir blóm ofl. Læt ykkur vita seinna hvað kemur út úr þessuGrin.

Best að segja frá því líka að Kristófer er með lausa tönn og hann er svo montinnGrin. Hann segir alltaf frá því ef hann hittir einhvern nýjan, svo finnst honum brjálæðislega fyndið að Kormákur er búinn að bjóðast til þess að binda band í tönnina og hurð og skella hurðinni til þess að athuga hvort tönnin detti útLoL. Hann vill nú samt ekki leyfa Kormáki að prófa, hmmm skrítiðWink.

Sorrý að ég skrifa ekki oftar, það er bara svo lítið að gerast þessa dagana.

Jóhanna segðu Aðalheiði að Nemó sé svo góður og blíður að hún þurfi ekkert að vera hrædd við hann þegar hún kemur til okkar. Nú annars finnum við eitthvað út úr því.

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit að þér á eftir að ganga vel í þessu prófi. Þér hefur gengið svo vel hingað til. Bið að heilsa öllum strákunum þínum. Æðislegt að Krisófer sé með lausa tönn:)

Saknaðarkveðjur frá okkur öllum.

Valgerður, Halldór og Ingunn Rebekka (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband