hmmmm.........

Hvað segist annars?

Jæja allir dagar eru eins hérna hjá okkur. Ég er ekki ennþá búin að fá einkunn frá prófinu, en bíð spennt eftir því þar til í endann á vikunniErrm. Á meðan ég bíð eftir útkomu úr þessu prófi er ég að undirbúa annað sem ég á að skila í vikunni eftir páskaErrm.

Við höfðum nóg að gera um helgina og fannst mér hún bara búin áður en hún byrjaði. Á föstudaginn fengum við pakka að heiman (alltaf gaman), í honum voru lopapeysur á alla strákana, páskaegg, cheerios og pipp, hihi, takk æðislega fyrir þetta mamma og pabbiGrin.

Laugardagur- vaknað klukkan 6:30, já ég er ekki að ljúgaErrm. Kormákur vaknaði við væl í kettinum og ákvað að vera svo góður að hleypa honum fram og að sjálfsögðu var ekki sofnað aftur. Jæja við fórum bara á fætur, fengum okkur morgunmat, strákarnir horfðu á barnaefni og ég tók aðeins tilSmile. Eftir þetta fór ég að undirbúa kvöldmatinn, en við fengum Rúnu vinkonu, hennar fjölskyldu og foreldra hennar í mat til okkarGrin. Í boði var rækjukokteill í forrétt, lambalæri, grillsneiðar og pylsur í aðalrétt og svo litla súkkulaðisyndin í eftirrétt (börnin fengu að vísu lítið páskaegg og ís). Með þessu var drukkið Baron de'lay rauðvín, gos og svo kaffi, mmmm þetta var svo gott allt saman. Takk æðislega fyrir komuna þið, þetta var æðiSmile. Við vorum nú svo heppin að við fengum blóm frá Rúnu og Mads, og frá Önnu og Gumma fengum við svona mini páskaliljur og fjólur, algjört æði, ég er byrjuð að hafa blóm, heheSmile.

Sunnudagur: Keyrðum Kormák til vinar síns í Vejle og svo fórum við í Plantorama að finna stóran útipott fyrir páskaliljurnar. Það tókst svo við fórum heim að setja þær í pottinn og byrjuðum að fella tré fyrir nágrannan sem við máttum svo hirða í brenni (það er að segja trén, hehe). Satt að segja fannst mér við vera komin með nóg af brenni (fyrir næstu 2-3árin)þannig að ég bauð annarri að fá þetta ef hún vildi fella þetta, hún vildi það svo við erum lausGrin.

Guð minn góður hvað við erum orðin róleg eitthvað, en fínt, ég elska þetta lífInLove.

Við fengum slæmar fréttir á þriðjudaginn. Afi hans Jóns dó 96 ára gamallCrying. Hann var jú búinn að lifa löngu og góðu lífi, en samt alltaf leiðinlegt og erfitt að segja bless við þá sem manni þykir vænt umCrying. Jón Óskar kemur því heim til að vera við jarðaförina, hann kemur á föstudag og verður fram á mánudag. 

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband