Jóhanna orðinn 35 ára....

Innilega til hamingju með daginn elsku systaWizard. Eigðu góðan dagKissing. Væri alveg til í að vera hjá ykkur núna.

Jón Óskar er á Íslandi núna í jarðaför hjá afa sínum, því miður gátum við ekki öll farið, en við hugsum til allra heimaHeart. Ég reyni á meðan að hafa það notalegt með strákunum okkar. Í gær fórum við í bæinn og náðum okkur í Hellboy og Snowbuddies, mjög skemmtilegar myndir báðar, keyptum okkur nammi og tókum hamborgara með heim. Í dag erum við búin að vera bara heima fyrir utan það að við skiluðum spólunum og komum við í ísbúðinni og keyptum okkar stóran ís (enginn megrun þessa helgina). Núna á svo bara að vera heima og gera meira af því að gera ekki neittWink.

Eins og ég var búin að segja hérna áður skilaði ég prófi fyrir 2 vikum síðan og fékk ég að vita að ég féll á því og þarf því að taka það upp aftur. Ég hefði þurft meiri hjálp í sambandi við hvar ég átti að leita að hinu og þessu og vissi þar að auki ekkert hvað ég átti að geraErrm. Ég valdi einhverja blaðagrein sem ég átti að skrifa um og fara inn undir lög og reglu og eitthvað blablabla. Ég ákvað að næst geri ég betur og fæ 12 heheGrin, kannski ég hafi betur hugmynd um þá hvað er verið að biðja um. En við vorum nú 14 sem féllum og um 6 sem ekki skiluðu, þannig að ég var ekki sú einaGrin.

Jæja hef ekkert meira í bili.

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, ég fór á netið heima í dag svo ég segi bara takk fyrir mig! Eftir partýið síðustu helgi þá er þessi aðeind rólegri. Ég fór á fætur um kl:9 þegar mamma og pabbi komu með morgunmatinn heim til mín  BARA FRÁBÆRT! Fór svo að kaupa fermingargjöf, og Madagaskar escape2Africa sem fjölskyldan horfði á saman og Magnús Smári með en hann fékk að sofa hjá okkur. Mamma hans og pabbi komu að í smá heimsókn svo þetta var rólegt og gott kvöld. En nú þarf ég að fara að henda börnunum í bað, þau eru að fara í afmæli á eftir og svo í fermingarveisluna! Stóru strákarnir eru á útifótboltaæfingu í snjónum svo ætla þeir að koma að leika aftur þar til Magnús fer í fermingarveislu. En ég bið að heilsa strákunum þínum. Elska og sakna ykkar. Jóhanna

Jóhanna (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband