Eigum enginn lítil börn lengur:):(

Jæja þá er litla stóra barnið mitt hættur í leikskóla og kominn í undirbúningsdeild í skólanumWink. Þar byrjaði hann á mánudaginn og hann er svo montinn með sig, að það er alveg frábærtTounge. Þarna á hann að vera mættur klukkan 8 á morgnanna, þannig að það er enginn miskunn lengur fyrir hann, núna verður hann bara að vakna og af stað í skólann, þó svo að mamma sé heima að læra (eða að liggja bara í leti)Smile. Honum finnst þetta svo skemmtilegt og finnst hann vera frjálsari núna. Hann sagði við mig fyrsta morguninn þegar við vorum að fara og þeir voru að ná í nestið sitt "jæja mamma, núna er ég kominn í skólann eins og Kormákur, og þá má ég líka fá djús með mér", hehe, ég gat að sjálfsögðu ekki neitað því og fékk hann því safa með sérGrin.

Kormáki gengur vel eins og alltaf í skólanum og er voða ánægður að Kristófer sé kominn yfir og passar vel upp á hannSmile. Hann er voða montinn með það að þeir eru búnir að labba einu sinni bara tveir heim. Hann hringdi í mig svo aftur daginn eftir og sagði "mamma ég er að koma heim, á ég ekki bara að taka Kristófer með mér". Hehe algjör dúlla, gott að hafa svona stóran strák sem nennir að taka bróðir sinn meðGrin, bara vonandi að það endist.

Eftir að Jón Óskar kom heim frá Íslandi var hann dreginn úr lestinni og í búðir til að kaupa afmælisgjöf handa strákunumWink. Við ákváðum að drífa í að kaupa gjöfina þar sem var ca 600 dkr í afslátt. Við keyptum trampólín handa þeim og verður það sett upp á föstudaginnGrin, og verður þá vonandi hoppað mikið í sumar, spennandiTounge.

Ég er að berjast í gegnum verkefni sem á að skila eftir páska, en ég nenni ekki að spá þetta þá, þannig að ég vonast til að vera búin á föstudaginn, þannig að ég geti átt almennilegt páskafrí án verkefnagerðar með strákunumSmile. Svo verður endurtektarpróf í endaðan apríl (verður gaman hjá mér að eiða sennilega afmælisdeginum mínum í prófgerð).

Síðast en alls ekki síst langar mig að óska Rögnu og Kristni innilega til hamingju með nýja prinsinn hann Símon Mikael, sem fæddist í dagHeart. Hlökkum svo til að sjá ykkur öllSmile.

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru líka bestir í heimi þessir strákar þínir, hehehe. Hlökkum til að hitta ykkur í maí. Knús og kossar.

Valgerður, Halldór og Ingunn Rebekka (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband