12.4.2009 | 12:00
Gleðilega páska.....
Jæja þá er það smá færsla, langt síðan síðast. Byrja á því að segja ykkur að við sitjum úti á verönd í 20 stiga hita og með bjór, bara nice.
Ég er búin að vera að vinna í verkefninu, sem er svo sem ekkert nýtt, en ég er búin að lesa smá til að geta haldið áfram eftir páska, eða jafnvel aðeins á morgun.
Þá er bara páska yfirlitið. Fimmtudaginn settu Jón Óskar og Kristófer sláttuvélina saman þannig að við gætum nú farið að slá grasið, sem er farið að vaxa mikið. Við skelltum okkur síðan á Fjón til Rúnu og co og eyddum þar deginum í góðu yfirlæti. Við kveiktum bál og þar fengu krakkarnir að grilla sykurpúða, snúbrauð (bolludeig sett á langa grein og bakað yfir opnum eldi) og pylsur. Við fullorðna fólkið fengum okkur bjór (ég bara einn þar sem ég keyrði heim aftur), grilluðum buff, svínakótelettur, pylsur og brauð, þannig að þið sjáið að við áttum ekki að fara svöng heim
. Takk fyrir okkur, gaman eins og alltaf að koma til ykkar
.
Föstudagurinn langi- Kristófer var búin að bíða spenntur síðan á miðvikudag að gera rjómatertu, en hann valdi alveg sjálfur hvað ætti að vera á henni. Hann valdi hindber og bláber og skreytti með kiwi. Við fórum svo út í garð að vinna, ég reytti arfa, Jón Óskar sló grasið í fyrsta skipti, og strákarnir hoppuðu og léku sér á trampólíninu
. Í kaffinu fórum við inn og smökkuðum á þessari ljúffengu rjómatertu sem Kristófer gerði, hún var nú rosalega góð
og Kristófer mikið montinn af því. Um kvöldið var svo gert gamaldags páskalamb (íslenskt) og horfðum svo á All star og Hellboy 2.
Laugardagur- gerðum nánast ekki neitt, nema að fara til Billund og kaupa bjór, annars vorum við bara heima og ég gerði kalkúnafyllinguna. Elísabet, Nicolai, Alexander og Oscar Emil komu svo í heimsókn. Strákarnir þrír voru rosalega duglegir að leika sér úti (og Nicolai mikið með þeim) á meðan lék ég mér aðeins með Ocar Emil, sem er nú algjör dúlla, bara yndislegur. Þegar búið var að borða spiluðum við smá Monopoly áður en þau lögðu af stað heim aftur
. Frábær dagur í góðum félagsskap, Takk fyrir komuna.
Sunnudagur- Byrjuðum daginn á léttum morgunmat og svo var páskaeggja leitin hafin. Strákarnir byrjuðu að leita að sínum og voru nú ekki lengi að finna þau, hmmm spurning að finna betri staði á næsta ári. Strákarnir og við öll vorum að sjálfsögðu himinlifandi með páskaegginn okkar. Mamma og pabbi höfðu sent okkur púka- og ástaregg, svo keyptum við Risa Kinderegg með risa óvæntum glaðning inn í. Kristófer er nú kominn langleiðina með sín egg, en Kormákur varla búin að snerta á sínum
. Eins og ég sagði fyrr þá sitjum við úti í garði í 20 stiga hita og Kristófer er í stuttbuxum, hlýrabol og með vettlinga, hehehe
.
Jæja ég er að hugsa um að hætta núna og ath hvort ég nái að lesa eitthvað. Setti inn nokkrar myndir líka.
Gleðilega páska og hafið það gott.
Knús og koss
Bergþóra og co
Það er ekki bannað að kvitta, hvorki í athsemdir eða gestabókina
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:37 | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ.
Vó 20 stiga hiti...öfunda þig mikið. Væri sko alveg til í að það væri svona gott veður hér á þessu skeri.
Flott rjómatertan hjá peyjanum.
Hafið það gott.
KV Harpa
Harpa (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 21:34
Vildi bara segja smá: ykkur ætti ekki að verða kalt í vetur, Kristófer á örugglega eftir að verða bakari þegar hann verður stór - æðisleg rjómaterta og þú ert voða fín í vestinu.
bestu kveðjur frá mér og Ingunni Rebekku.
Valgerður og Ingunn Rebekka (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.