Húsbóndinn á heimilinu...

er orðinn árinu eldri í dagWizard. Til hamingju með það ástin mínInLove. Strákarnir segja líka til hamingju með daginn elsku pabbiGrin.

Ætlunin hjá okkur strákunum er að dekra aðeins við kallinn okkar þegar hann kemur heim. Það á að grilla heilan kjúkling og hafa ferskt salat og timian kartöflur með. Svo er ég búin að reyna að baka mjúkan marengs (gekk ekki vel, hata að baka marengsFrown.), en Vilborg mín, þetta verður þitt verkefni þegar þú kemur í heimsókn til mín að sína mér hvernig á að gera þetta, hehe. Kormákur er svo búinn að panta að fá að gera súkkulaðitertu handa pabba sínum þegar hann er búin í skólanum. Kristófer fær ekki að vera með þar sem hann gerði tertu á páskunumTounge. Svo yndislegir þessar elskurLoL.

Smá frá helginni. Á laugardaginn vorum við bara út í garði að vinna smá. Ég var að sá fræjum fyrir ferskt Timian, rosmarin, basilikum og svo er bara spennandi að sjá hvort þetta komi upp, nú ef ekki, þá kaupi ég þetta uppkomið og gefst upp á að reyna að sá fræjumSmile.

Sunnudagurinn fór í útskrift hjá hjá Kormáki í kristinfræði hjá kirkjunni og þar fórum við öll vel upp klædd, ég í pilsi, jón í jakkafötum og strákarnir í flottum gallabuxum, skyrtu og bindi, allir aðrir mættu eins og þeir væru að koma úr fjósinu, bæði stelpur og strákar ógreidd osfr. Við fórum svo í fermingarveislu til Eydísar og fengum þar margar góðar veitingar og skemmtum okkur stórvel, takk fyrir daginnGrin.

Jæja þá hef ég ekki meira í þetta skipti.

Knús og koss

Bergþóra og co

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku, elsku Jón Óskar, fyrirgefðu að ég gleymdi að setja inn ath í gær. En ég var í vinnunni svo lengi að ég var ekki í sambandi eftir að ég kom heim. En TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ Í GÆR elskan. Við vonum að þú hafir náð að láta stjana við þig og átt FRÁBÆRAN dag. Ástarkveðja Jóhanna og fjölsk  (Galdarkarl að blístra afmælissönginn)

Jóhanna (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 10:16

2 identicon

Kvitta allt of sjaldan en bæti úr því núna

Til lukku með bóndann um daginn

Alltaf nóg um að vera hjá ykkur enda alltaf svo gaman að lesa færslurnar og sjá hvað þið hafið verið að bralla ;)

Knús í hús Birna.

Birna (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 20:39

3 identicon

Er virkilega ekkert um að vera? Ég er alltaf að vinna! En íþróttamót, skóli og hósti hjá börnunum sem sé allt gengur sinn vanagang!

Ást og kossar

Jóhanna (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband