3.5.2009 | 19:33
Jæja aftur smá færsla:)
Föstudagur- Ég vaknaði með strákunum, kom þeim í skólann. Ég var svo góð og leifði Jóni að sofa á meðan, en ekki lengi samt. Ég vakti hann eftir að ég var búin í sturtu og gera mig tilbúna fyrir bæjarferðina okkar. Já aldrei þessu vant vorum við bæði í fríi og fórum EIN í bæinn að reyna að versla afmælisgjafir ofl. Eftir Hennitz og Mauritz vorum við nánast búin að fá nóg (við erum svo mikið verslunarfólk) löbbuðum við aðeins meira, kíktum aðeins í fleiri búðir, enduðum svo á kaffihúsi þar sem við fengum okkur bjór (pantaði stóran handa Jóni og var hann bara pínu stór, eða 750 ml
) og ofnbakaðar nachos
. Eftir að heim var komið náðum við í Kristófer og settumst út á pall og höfðum það bara rólegt og notalegt á meðan við biðum eftir að ná í Kormák, en hann var í afmæli sem hann skemmti sér alveg stórvel
. Um kvöldið var borðað úti á palli og hitti það alveg í mark hjá strákunum
. Sem sagt alveg yndislegur dagur í sólinni
.
Laugardagur- Fórum til Kolding að kaupa afmælisgjöf handa Ingimundi og skelltum okkur á göngugötuna líka, þar hlustuðum við á skólahljómsveit og fengum okkur ís. Eftir að við komum heim fórum við út í garð að reita arfa, svaka fjör
. Horfðum svo á Gummi Tarzan, langt síðan ég hafði séð þá mynd, en jafn skemmtileg og mig minnti, og ekki fannst strákunum hún leiðinleg
.
Sunnudagur- Fórum upp í Silkeborg til Rögnu, Kristinns og co í afmæli til Margrétar og að sjá nýjasta fjölskyldumeðliminn hann Símon Mikael. Hann er bara algjör rúsína og pínulítill, hehe. Alltaf gaman að koma þarna, takk æðislega fyrir grill, kökur og gott spjall
.
Vikan sem er að byrja verður róleg, er í skólanum á morgun og svo er bara að þvo þvott og fara í gegnum skúffur til að ath hvort ég geti ekki tekið einhver föt með á Hlyn. Jæja það verður örugglega ekkert skrifað meira fyrr en eftir Íslandsferðina okkar strákanna.
Þangað til næst og alltaf hafið það sem allra best dúllurnar mínar.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 4.5.2009 kl. 08:53 | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halló elskurnar.Það styttist óðum þar til að þið komið heim,en sammt ótrúlega langt ég kem og næ í ykkur á fimmtudaginn.Það verður gaman að sjá ykkur,ég byðmað heilsa ykkur bæ bæ bæ bæ


Pabbi (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.