Jæja mikið búið að gerast...

síðan síðast, en ekki mikið að skrifaSmile.

Eins og flestir vita fór ég með strákana til Íslands í ferð sem var líka námsferð. Ég hefði nú gjarnan vilja hafa fleiri daga, þar sem ég náði ekki að hitta alla þá sem mig langaði mikið að hitta. Ég vona þó að mér verði fyrirgefið og ég hafi meiri tíma næst, fannst þetta virkilega leiðinlegtFrown. Enn nóg um það, hér kemur smá ferðalýsing. Ferðin byrjaði á því að ég notaði að sjálfsögðu tækifærið (þar sem ég er ekki búin að finna neina hér sem mér finnst góð) og fór í klippingu, litun og plokkun. Fórum í afmæli til Ingimundar og svo hélt ég upp á afmæli strákanna fyrir fjölskylduna heima.

Svo var friðurinn úti og Danirnir komu, heheSmile. Með þeim fórum við í Rimaskóla að skoða hann og fengum að taka þátt í leikfimistíma, þar sem við lékum okkur í Sparkó, ekkert smá gamanSmile. Síðan skelltum við okkur í bæinn, kíktum í 66* og tókst kennaranum að versla sér 3 peysur, svo var haldið á Laugaveginn þar sem var farið í hverja minjagripabúðina á eftir annarri (frekar þreytandiSmile). Það sem mér fannst skemmtilegast í þessari bæjarferð var að sjá Ísbarinn á Kaffi Reykjavík (ótrúlegt en satt, en já ég hafði aldrei séð hann). Miðvikudagurinn fór í dagsferð til Gullfoss, Geysi, bananagróðurhús ofl. Enduðum svo í frábærum kvöldmat á Draumakaffi, þar sem hún móðir mín góð hafði eldað alveg svakalega góða 3 rétta máltíð fyrir okkur, Takk fyrir þaðGrin. Fimmtudaginn fórum við á Geislabaug þar sem vel var tekið á móti okkur. Skoðuðum leikskólann, horfðum á hreyfistund, fórum í göngutúr með Lautinni og enduðum svo á ljúffengum hádegisverði. Takk æðislega fyrir okkur, allir voru svakalega ánægðirGrin.

Jæja ég og strákarnir mínir skelltum okkur svo í sveitina til Steinunnar, ömmu Vilborgar og afa Steinars, en hann átti afmæli. Innilega til hamingju með það elsku SteinarGrin. Í sveitinni fengum við að fara með í fjárhúsin og gefa heimalningunum og kálfinum pela, fara aðeins á hestbak ofl, aldrei leiðinlegt að koma í sveitina, takk fyrir þettaSmile.

Svo var síðasti dagurinn runninn upp. Eftir sveitaferðina náði ég að fara að versla, fara í sund með strákana og heim að borða með foreldrum, systkinum og fjölskyldum þeirra, pakka niður og reyna svo að sofa smá áður en við þurftum að fara út á flugvöll.

Það var nú alveg yndislegt að koma heim til Jóns og eyða Eurovision kvöldinu með honum, ég svaf nú reyndar meira og minna yfir því en samtGrin.

Við héldum upp á afmælið hans Kristófers í gær fyrir krakkana í skólanum, þetta er nú lítill hópur (10 krakkar) og gekk allt vel. Þau náðu að sporðrenna, stórri pizzu, pylsuhornum, ostapinnum og stórri afmælisköku... ég var ekkert smá hissa hvað þau gátu borðað. En gaman af því.

Ohhh veit ekkert hvað ég á að segja meira, bara eitt gullkorn frá Kristófer. Ég var að horfa á Vini og Kristófer er við hliðina á mér og segir "mamma, veistu hver mér finnst flottust þarna", "nei hver", "hún (og bendir á Rahcel)", "ok, finnst þér hún sætust", "nei hún er flottust þarna, en þú ert sætust", hehe, hversu yndislegur getur maður veriðGrin.

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband