10 ára afmæli:)

Þá er stóri prinsinn hann Kormákur Helgi orðinn 10 ára. Innilega til hamingju með daginn elsku Kormákur HelgiWizard. Vonandi ertu búinn að eiga góðan dag í skólanum og við gerum okkar besta þegar þú kemur heimGrin.

Risaknús og koss elsku Kormákur

Verð nú að segja frá því að hann gat varla sofið í nótt því hann var svo spenntur (hann vaknaði meira að segja við vekjaraklukkuna hans pabba síns kl 4:30 og hélt að hann þyrfti að vakna (frekar leiðinlegt að fara í rúmið aftur) og í dag megum við bara kalla hann 10 ára strákinnGrin.

Smá hérna til Jóhönnu þar sem hún er ekki með facebook, heheWink. Kristófer er farin að hjóla án hjálpardekkjaGrin. Hann sagði við pabba sinn að hann kynni þetta núna alveg og hann mætti taka hjálpardekkin af. "ok, ef þú ert alveg viss", "já, ég er búin að æfa mig í skólanum", svo dekkin eru tekin af, en það gekk nú ekki alveg að hjóla, en ég segi við Kristófer "þú þarft að taka hjólið með þér í skólann á morgun þar sem það er æfingadagur", "já, en þá verður pabbi að setja hjálpardekkin á aftur", "nei nei, þú æfir þig bara í dag án þeirra". Þetta var með naumindum samþykkt og svo þegar ég næ í hann þá tala ég við eina sem er að vinna og hún sagðist hafa horft á hann og fylgst með honum en ekki hjálpað honum. Þetta tókst á endanum eftir 1 ónýtar buxur og drullugur upp fyrir haus (hann hlýtur að hafa tekið smá pásu, en hvað veit ég svo sem). Hún sagði við hann "jæja Kristófer, nú ertu búin að ná þessu og þá getur þú hætt í dag", hann horfði á hana vonsvikinn á svipinn og sagði " verð ég, má ég ekki hjóla meira" og hann var semsagt ennþá hjólandi þegar ég kom að ná í hannGrin.

Knús og koss

reyni kannski að setja inn myndir um helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband