3.6.2009 | 18:57
Alltaf sama sagan:)
Hellingur að gera, en ekkert til að blogga um. Kristófer er bara að verða algjör snillingur á hjólinu og er þetta eitthvað annað en hann Kormákur okkar sem er ennþá bara dauðfeginn að hjólinu hans hafi verið stolið og langar ekkert í nýtt, þannig að við erum búin að gefast upp á að reyna
. Kannski vill hann þetta sjálfur einhvern tíman
.
Þá reyni ég að segja ykkur aðeins frá Hvítasunnuhelginni. Jón Óskar var heppinn og fékk 4 daga helgi á meðan við hin fengum 3 daga. Ég var að vísu bara 2 tíma í skólanum og var Jón búin að gera allt fínt þegar ég kom heim, þannig að við náðum að versla áður en strákarnir voru búnir í skólanum. Við gátum svo bara öll slappað af og gert það sem hverjum og einum langaði til, þar til við höfðum video kvöld
.
Laugardagurinn: Jón svaf frá sér allt vit og ég hélt að hann ætlaði bara ekkert að drulla sér á fætur, hehe. Við fórum á rúntinn niður í Randböldal með 1 ½ neikvæða drengi (Kristófer aðeins jákvæðari) og nesti. Við vorum búin að heyra að það ætti að vera mjög fallegt í Randböldal en við fundum nú ekki neinn göngustíg eða neitt sem okkur leist á, en við fundum safn. sem við kíktum á. Við vorum svo heppinn að þar var frítt inn þessa helgi og Þetta fannst nú strákunum okkar spennandi, enda alltaf gaman að fara með þá á söfn. Um kvöldið var svo borðað úti á verönd og svo spiluðum við Disney Trivial. Kristófer vann, Kormákur í öðru sæti. Jón í þriðja og ég tapaði, alveg merkilegt hvað ég get verið óheppinn þegar ég lendi á kökum. En við skemmtum okkur stórvel og hlógum mikið
. Ég verð bara að horfa á allar Disney myndirnar okkar aftur
.
Sunnudagur: Fórum í heimsókn til Ástu og Óla, lágum aðeins í sólbaði, spiluðum krikket, kjöftuðum, sníktum kaffi (Jón öl) og fórum svo heim þegar Óli var orðinn þreyttur á okkur og sofnaði. Takk fyrir okkur
. Þegar heim var komið gerðum við ekkert nema að grilla okkur kvöldmat og horfa á sjónvarpið
.
Mánudagur: Garðvinna, krikket, busl í pínu sundlaug ofl notaleg heit.
Núna er ég að skrifa verkefni með hópnum mínum, þannig að það er nóg að gera í skólanum hjá okkur fram að sumarfríi. Í verkefninu erum við að skrifa um matinn í leikskólum heima, vegna þess að foreldrar og kennarar eru mjög neikvæðir yfir þessu. Það verður því gaman að framleggja þetta fyrir fólkið í skólanum til að sýna að þegar lengra er litið er þetta ekki slæmt.
Þangað til næst
Kossar og knús
Bergþóra og co
Munið að það má alveg kvitta hérna þó að við séum með facebook.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halló elskan,talvan er búin að vera"biluð" það vantaði vírusvörnina í hana,hvenar tíndi Kormákur hjólinu,var Jón lasin í höfðinu?????????????????? ég vona að þið fynnið hjólið,svo Kormákur minn komist út að leika sér.he,he,he,he,he,he,
´Pabbi,Guðmundur (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 22:20
oooo þið hljómið svo fullkomin fjölskylda.....ég kannast við svona bílferðir með fílupúkum.....ég er búin í skólanum og komin í sumarfrí.....jújú...ég stend með þér í leiksskólamatnummmmmm þú verður að koma vitinu fyrir danina
Svala (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.