oohhhhh

ennþá tvær vikur eftir í sumarfríCrying.

Það er nú alltaf sama sagan hérna þessa dagana. Síðustu helgi vorum við að klára það mesta í garðinum. Byrjuðum að reita meters hátt gras undan hekkinu svo hægt væri að bæta mold í sem við fengum í Sorpu, þurftum að handmoka upp á kerruna, ekkert voðalega gaman og bættum henni undir trénGrin. Á föstudaginn skyldi ég Jón eftir heima að reita og gera fínt í garðinum á meðan ég fór til Þýskalands með Ástu og náði að byrgja okkur upp af gosi, bjór og rauðvíni fyrir sumariðGrin. Laugadagurinn fór svo í að klára garðinn, forða sér inn undan rigningu og hagléli, og svo er núna bara að halda arfanum í skefjumTounge.

Vikan fór svo bara í þetta venjulega, skóla, vinnu osfrv.

Síðasta fimmtudag fengum við Jón Þór og fjölskyldu í mat til okkar. Jón Þór og Díana konan hans voru í heimsókn hjá Lindu dóttur sinni sem býr í Esbjerg. Takk fyrir komuna, þetta var rosa gamanGrin.

Ég var í fríi úr skólanum á föstudaginn og Jón fór í vinnu, en viti menn ég ákvað að leggja mig og þá kom maðurinn minn heim og lögðum við okkur bara bæði, svona áður en við fórum að versla örlítið og á fund í nýjum banka. Það er svona verið að sjá hvað þeir geta boðið okkur og hvort við skiptum um banka........

Í gær fórum við í smá hjólatúr með honum Kristófer á meðan Kormákur sem á ekki hjól var heima í tölvunni. Síðan var bara afslöppun þar sem ég var ekki hin hressasta í gær, var svona hálfveik....

Jæja bullið hérna, ég blogga meira eftir næstu helgi og drullast vonandi til að setja inn fleiri myndir, langt síðan síðastSmile.

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband