útilega ofl

Það er alltaf sama rútínan hér á bæ. En þó er frá einhverju að segja núnaSmile. Við fórum á íslendingahátíð síðustu helgi og var bara gaman. Hún var haldin í Almstok sem er rétt hjá Billund, þangað fórum við á föstudaginn og komum heim á sunnudaginn, þannig að við byrjum á föstudeginum: Ég kom strákunum í skólann, kom heim og tók okkur aðeins til fyrir útileguna, horfði svo út um gluggann á þessa líka svaka rigningu sem byrjaði skyndilega með eldingum, þrumum og tilheyrandi látum. Lætin voru svo svakaleg að Jón Óskar hrökk upp af annars værum blundi. Svo var nú komið að því að ég þurfti að fara í skólann og framleggja eins og eitt verkefni. Það gekk nú alveg furðuvel og komumst við Ásta heilu á höldnu í gegnum þaðGrin. Þegar þrír hópar voru eftir að framleggja fékk ég að stinga af heim og þeir sem efir voru fengu ís með ávöxtum, þar sem kennaranum fannst allir eiga það skilið þar sem við vorum að þessu eftir hádegi á föstudag, en hún var með lokaritgerðarpróf fyrir hádegi, bara yndislegur kennariGrin. Jæja við kláruðum að taka okkur til og setja allt í bílinn og svo var brunað af stað. Við náðum að tjalda en svo byrjaði að rigna aftur og rigndi af og til þar til eftir hádegi á laugardagWink, við heppinnCool.

Laugardagur: Við sáum varla Kristófer alla helgina en hann Kormákur hékk meira minna hjá okkur í stað þess að leika við krakkana (þeir voru nefnilega ekkert skemmtilegir). Við fórum í SMÁ skrúðgöngu og sungum hæ hó jibbijei..... og svo var farið í nokkra leiki og mitt lið VANNGrin. Um kvöldið var svo sameiginlegt grill og varðeldur, algjört æðiLoL.

Sunnudagur: pakkað saman og farið heim, Kormáki til mikillar gleði og Kristófer til mæðu. Svo yndislegir þessar elskur hvað þeir eru ólíkirSmile.

Mánudagurinn 22 júní vorum við hjónakornin búin að vera gift í 7 ár og óskum við okkur innilega til hamingju með það. Óli átti líka afmæli á mánudaginn og óskum við honum líka til hamingjuWizard.

Kormákur fór í útilegu með bekknum sínum heim til kennarans síns og skemmti sér konunglega og var alveg hæst ánægður þegar ég kom að ná í hann. En eftir að heim var komið byrjaði honum að klæja og sá ég þá að hann var sólbrenndur og setti á hann After sun. Hann byrjaði með upp og niður og svo varð hann vel rauður alveg niður í nára, undir hendur og fékk rauða flekki frá nára og niður á hné. Læknirinn vildi bara að ég gæfi honum ofnæmistöflu, fylgdist með honum í dag og kæmi með hann ef eitthvað meira kæmi í ljós. Hann er búin að vera súper góður í dag og ég virðist ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af þessari elskuGrin.

Svo er sumarfrí eftir 2 daga, HÚRRACool. Er að vinna í því að sitja inn nokkrar myndir. MUNIÐ SVO AÐ KVITTA.........................

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt kvitt

Gaman að sjá nýjar myndir...greinilega mikið stuð (hjá mömmunni heheh) í útilegunni. Já þeir bræður eru alveg svart og hvítt en er það ekki bara líka venjan hjá systkinum? ;)

Gott að þetta var ekki alvarlegt hjá Kormáki og að hann sé að ná sér.

Hafið það gott og njótið sumarsins...knúsení

Birna (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband