Dúdda mía, langt síðan síðast:)

Ég og strákarnir kláruðum skólann með glans fyrir 2 vikum og erum búin að vera í fríi síðanWink. Við erum búin að bralla ýmislegt hérna heima, við keyptum okkur meðal annars sundlaug í garðinn vegna þess að það var alltaf svo heitt og vantaði okkur eitthvað til að kæla okkur niður. En það passaði til að þegar við vorum búin að kaupa þetta og eftir 2 daga var farið að rigna og kólna, og það er búið að vera þannig síðanFrown. Núna bíða strákarnir bara spenntir eftir því að það hlýni svo þeir geti farið að synda afturSmile.

Þegar það var sem hlýjast fórum við upp að Brande baðvatni og sulluðum aðeins og lékum okkur, eða kannski þeir léku sér í að mér fannst ísköldu vatninu og ég horfði á þá og las í bók, fór nú samt reglulega og skvetti smá á þáGrin. Strákarnir fengu svo svona vatns rennibraut (sem er á jafnsléttu) frá Óla og Ástu og léku sér mikið á henniGrin.

Þessa vikuna erum við bara búin að vera heima í róleg heitunum, við fórum í skóginn og lékum okkur í Einni krónu, fengum pakka frá mömmu og pabba með ýmsu góðgæti og hafði mamma prjónað lopapeysu fyrir mig í síðbúna afmælisgjöf handa Ástu. Takk æðislega fyrir þettaGrin.

Núna er svo verið að taka allt í gegn þannig að það verði allt tilbúið og fínt þegar tengdó koma á þriðjudaginn.

Síðast en ekki síst, Jón Óskar er komin í sumarfrí og núna viljum við fá góða veðrið afturGrin. Guð hvað maður er latur að skrifa hérna núna, en ég vona að þið gefist ekki upp á mér, heheSmile.

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband