13.7.2009 | 18:01
Alltaf sama fjörið hér á bæ:)
Sumarfríið "yndislegt" með 20 stiga hita, rigningu og roki, en við erum bjartsýn og vonum að við förum að fá góða veðrið aftur.
Á laugardaginn fórum við í Ikea og eyddum smá pening áður en við fórum upp í Silkeborg til Rögnu og Kristins í kaffi og matarboð. Þetta var að sjálfsögðu frábær dagur og góður matur í frábærum félagsskap.
Sunnudagurinn fór í tiltekt í Kormáks herbergi og leti með Harry Potter og smá íslensku nammi.
Í dag erum ég og Ásta svo búnar að vera í bakstri, byrjuðum á flatkökum, svo rúgbrauði og kleinum, mmmm allt smakkast alveg frábærlega. Ég ætlaði að gera rifsberjasultu og var að byrja þegar Kristófer Ingi segir við mig "mamma hvað ertu að gera", "ég er að gera rifsberjasultu", "nei mamma, þú átt ekki að gera þetta", "af hverju ekki, Kristófer minn", "af því að afi er að koma á morgun og hann gerir þetta", hehe
. Svo talaði ég við tengdapabba og var að spyrja hann aðeins út í þetta og hann sagði mér að setja bara sykur yfir þau og hann myndi hjálpa mér með þetta á miðvikudaginn, hihi. Þetta er nú bara fínt, því þá læri ég allavega að gera þetta rétt
. Okkur hlakkar nú öllum til að fá þau þrjú, en Daði bróðir Jóns kemur með þeim. Ég er líka farin að sjá fram á það að ég verði bara í fríi frá eldhúsinu á meðan, þar sem strákarnir eru sammála um það að afi eigi að elda á meðan hann er hérna, "mamma, HALLÓ, hann er kokkur"
.
Jæja hef ekkert meira að segja í bili. Jú annars gleymdi nú að Jón fór að slá garðinn og reyndi að slá tærnar á sér með, en var sem betur fer í dreifbýlistúttum sem björguðu þessu og enduðu svo á ruslahaugunum, hmm það er spurning hvort ég verði bara að gera þetta sjálf.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
híhí það er líka spánar veður hér heima, það er ógó heitt úti.
Valgerður og Ingunn Rebekka (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.