Jæja þá eru tengdó á leið heim aftur....

Tengdó og Daði eru búin að vera hjá okkur núna í 2 vikur og eru á heimleið aftur í kvöld. Það er nú búið að bralla eitthvað smá á meðan þau voru hérna. Við fórum niður í Þýskaland þar sem við dressuðum drengina okkar upp á buxum fyrir veturinn, löbbuðum göngugötuna í Flensborg og komum svo að sjálfsögðu við í Fleggard og fylltum á birgðirnarGrin. Það var farið til Blavand að kíkja í brjóstsykursgerðina, en því miður var svo svakaleg röð að strákarnir okkar gátu ekki gert sinn eigin brjóstsykur þar sem Linda(frænka Jóns) og Kiddi áttu von á okkur í kaffiGrin. Við erum nú líka samt búin að vera heima í afslöppun og bralla meira, nenni bara ekki að skrifa um þetta allt Tounge. Við vorum samt nú svo óheppinn að annar bíllinn bilaði, þannig að það var ekkert hægt að gera í 3 daga.

Árni Þór kom svo til okkar seint á laugardagskvöld og var mikill spenningur í strákunum allan daginn. Þeir komu með mér til Billund að ná í hann og þeir voru að fara yfir um, "hvenær kemur Árni, mamma hvenær kemur Árni eiginlega, hvar er flugvélin hans", hehe þessar elskurGrin.

Á sunnudaginn fór ég svo með Árna og strákunum í Ljónagarðinn og kíktum á dýrin. Jón Óskar, tengdó og Daði voru bara heima og höfðu það gottGrin.

Núna erum svo á leið niður á göngugötuna í Vejle að hjálpa tengdó að eyða smá pening svona áður en þau fara í flug í kvöldGrin.

Reyni að nenna að skrifa meira síðar.

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband