28.7.2009 | 07:30
Jæja þá eru tengdó á leið heim aftur....
Tengdó og Daði eru búin að vera hjá okkur núna í 2 vikur og eru á heimleið aftur í kvöld. Það er nú búið að bralla eitthvað smá á meðan þau voru hérna. Við fórum niður í Þýskaland þar sem við dressuðum drengina okkar upp á buxum fyrir veturinn, löbbuðum göngugötuna í Flensborg og komum svo að sjálfsögðu við í Fleggard og fylltum á birgðirnar. Það var farið til Blavand að kíkja í brjóstsykursgerðina, en því miður var svo svakaleg röð að strákarnir okkar gátu ekki gert sinn eigin brjóstsykur þar sem Linda(frænka Jóns) og Kiddi áttu von á okkur í kaffi
. Við erum nú líka samt búin að vera heima í afslöppun og bralla meira, nenni bara ekki að skrifa um þetta allt
. Við vorum samt nú svo óheppinn að annar bíllinn bilaði, þannig að það var ekkert hægt að gera í 3 daga.
Árni Þór kom svo til okkar seint á laugardagskvöld og var mikill spenningur í strákunum allan daginn. Þeir komu með mér til Billund að ná í hann og þeir voru að fara yfir um, "hvenær kemur Árni, mamma hvenær kemur Árni eiginlega, hvar er flugvélin hans", hehe þessar elskur.
Á sunnudaginn fór ég svo með Árna og strákunum í Ljónagarðinn og kíktum á dýrin. Jón Óskar, tengdó og Daði voru bara heima og höfðu það gott.
Núna erum svo á leið niður á göngugötuna í Vejle að hjálpa tengdó að eyða smá pening svona áður en þau fara í flug í kvöld.
Reyni að nenna að skrifa meira síðar.
Knús og koss
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.