17.8.2009 | 17:22
Hversdagsleikinn...
tekinn við eftir yndislegt sumarfrí.
Árni Þór fór heim aftur síðasta laugardag, en þá var hann búinn að vera hjá okkur í 3 vikur. Það var ýmislegt brallað, við fórum í Kattegatcenter (neðansjávarsafn), Ljónagarðinn og eyddum einum degi í Djurs Sommerland þar sem við hjónin nutum þess í botn að hafa Árna til að fara í öll tækin með strákunum, en aldrei þessu vant fórum við hjónin ekki í nein tæki, eða jú annars ég fór í vatnsrússíbana, meira að segja tvo. En þrátt fyrir allt vorum við nú samt dugleg líka að vera bara heima í rólegheitunum og nýta sundlaugina okkar. Takk æðislega fyrir komuna elsku Árni, eins og venjulega var rosalega gaman að hafa þig
.
Kristófer er svo búinn að upplifa sinn fyrsta skóladag í 0-bekk og stóð hann sig eins og hetja. Hann gerði þau verkefni sem lögð voru fyrir hann og beið alltaf með upprétta hönd eftir að fá leyfi frá kennaranum til að tala
. Ég fékk að vera með honum allan daginn og mér fannst þetta mjög spennandi og allt öðruvísi en á Íslandi (á góðan máta þó)
. Foreldrar fengu morgunmat og kaffi á meðan 0-bekkur fékk leiðsögn um skólann frá stóru vinunum í 4-bekk. Honum Kormáki (og flestum strákunum) fannst þetta nú vera meiri vitleysan að þurfa að draga einhvern smákrakka með sér út um allan skólann til að sýna hann, hehe
. Svo voru stelpurnar sem nutu sín í botn og tóku í hendurnar á sínum vinum og sýndu allt vandvirknislega
.
Kormákur er nú alveg sáttur að vera kominn í skólann aftur, en finnst heimalærdómurinn bara vera tímasóun og hvað þá leikfimi, það er nú meiri vitleysan, hihi. Vona bara að þetta lagist með aldrinum og jákvæðum stuðningi frá foreldrum
.
Svona er nú það í þetta skipti. Ég ætla að sitja inn nokkrar myndir núna líka. Munið svo bara að kvitta, það er ekki bannað.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.