11.10.2009 | 15:39
LOKSINS.........
Það hlaut að koma að því að andinn kæmi yfir mig aftur, er bara EKKI búin að vera í stuði að skrifa núna síðasta mánuðinn. Er ekki einu sinni búin að standa mig í afmæliskveðjum, en þið verðið nú bara að sætta ykkur við það núna, hehe.
Við erum öll búinn að hafa það alveg þokkalegt hér á bæ og vonandi fer það bara batnandi. Ég er búin að troða mér í stjórn íslendingafélagsins og ætlum við að reyna að rífa þetta félag upp og gera eitthvað að viti. Fyrsti atburður þessarar stjórnar verður í Legelandet.dk, sem er svaka stór leiksalur fyrir börn og fullorðna
og ég er alveg viss um að við eigum eftir að skemmta okkur konunglega
.
Ég er síðustu tvær vikur búin að vinna að prófverkefni í faginu Dansk, kultur og kommunikation. Ég skilaði svo skriflega hlutanum á föstudaginn og fer svo í munnlegt á þriðjudaginn í næstu viku. Í munnlega hlutanum á ég að verja verkefnið mitt og ætla ég að búa til fingramálningu og sýna þeim spennandi myndir af strákunum í fingramálningargerð, svo er bara vonandi að þetta takist
. Það verður allavega framhaldssaga af þessu, sama hvort ég næ eða fell.....
Ég, Kormákur og Kristófer erum komin í vetrarfrí núna í viku og ætlum sko að njóta þess. Búið að planleggja ýmislegt, en þið fáið ekki að lesa um það núna, hihihi, eruð þið ekki spennt.
Í gær fórum við í afmæli til Charlottu (dóttir Óla og Ástu) og enduðum svo í mat hjá þeim líka, þannig að þetta var langt en skemmtilegt afmæli. Takk kærlega fyrir góðan dag.
Strákarnir eru búnir að skera út í grasker fyrir hrekkjavökuna og eru bara mjög ánægðir með niðurstöðuna, enda líka svaka flott hjá þeim. Við setjum svo inn myndir um mánaðarmótin þegar hrekkjavakan sjálf er búin en þá verður gert eitthvað spennandi og öðruvísi.
Skrifa meira á þriðjudaginn eftir viku, og vonandi með góðar fréttir þá
.
Knús og koss
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú átt eftir að brillera elsku Bergþóra mín...ekki spurning;)
Knús á þig og þína:*
Birna (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.