hmmm

var ég ekki búin að lofa færslu hér á þriðjudaginn, en jæja hér kemur húnSmile.

Elsku vinir og fjölskylda, héðan frá okkur er allt gott að frétta, hehe er þetta ekki formlegt og flott.... ennn nenni þessu nú ekki, hér kemur alvöru færslan " ég lofa"Tounge.

Núna er munnlega prófið í Dansk, kultur og kommunikation yfirstaðið og náði ég með 4 í einkunn (langaði í hærra, ennnnn þetta virðist bara vera mín einkunn hérna í DK), 4 er ca 6-7 á íslenska skalanum, en ég er samt ánægð með þetta, þar sem ég náði og þarf því ekki að hugsa meira um þetta fagGrin. Nema kannski rétt aðeins í lokaritgerðinni, en það er nú ekki fyrr en eftir eitt ár.

Eftir prófið er ég bara búin að nýta tímann hérna heima þar sem allt nema það allra nauðsynlegasta hefur fengið að bíða. Núna er búið að taka frystikistuna í gegn þar sem ég er að fá lambaskrokk um mánaðarmótin, það verður nú spennandi að smakka danskt lambakjöt þar sem allir segja að það sé ullarbragð af þvíSmile. Núna vantar mig bara að taka alla skápa og skúffur í gegn og þá er nú aldeilis fínt hér á bæSmile.

Jón Óskar er að vinna alla helgina frá 06-18 þannig að við strákarnir ætlum að kaupa okkur pappírskarton og halda áfram með jólakortin og svo ætlum við að gera smá hrekkjavökuföndurGrin.

Jæja ég ætla að rjúka í bæinn og versla smá, er að hafa foreldraráðsfund hérna heima í kvöld og ætla að baka eplaköku og gera almennilegt túnfisksalat.

Knús og koss héðan elskurnar mínar og munið að kvittaGrin.

Bergþóra og co

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Þetta stendur hjá gestabókinni þinni. Ég skrifaði færslu um daginn og hún er ekki ennþá komin og ég þurfti samt að setja eitthvað e-mail eða eitthvað svoleiðis. Þetta er eitthvað duló. Annars er allt gott að frétta héðan :)

Bestu kveðjur,

Litla systa.

Valgerður (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband