Blablabla

Ég veit að færslurnar hér eru ekki margar enda alltaf það sama í gangi hér á bæ.

Byrjum þá samt á þessum leiðinlegu. Bíllinn hans Jóns hrundi þegar hann var á leiðinni í vinnuna á mánudaginn. Fengum að vita að þetta væri eitthvað í mótornum og þar sem það er búið að keyra bílinn svo mikið og bílinn gamall, vill bílvélavirkinn meina að það borgi sig ekki að gera við hann. Kostar mikið að rífa mótorinn í sundur og kannski ekki hægt að gera við hannCrying. Næsta skref er því grafa upp peninga og kaupa annan bíl.

Við erum búin að kaupa allar jólagjafir og vorum við að klára að pakka þeim inn í gær svo hægt sé að senda til ÍslandsGrin. Ég ákvað svo líka að byrja jólabaksturinn snemma og erum við búin að gera jólakókóskúlurnar, lagtertur og rúllutertur. Þetta geymist svo allt í frysti þar til líður að aðventunniGrin. Það verður þó enginn bakstur næstu helgi þar sem okkur er boðið í 2 ára afmæli til Bjarna Haralds í Silkeborg á laugardaginn og þar verðum við í kvöldmat líkaSmile.

Kormákur bíður þó spenntur á því að byrja að baka sörur og smákökur því að þá fær hann núggathjúpaðar og súkkulaðihjúpaðar möndlur, honum finnst þær bara æðiTounge. En það verður mögulega helgina 21-23 nóv. Svo ætlum við bara að slappa af í aðventunni og dúlla okkur á jólamörkuðum og jólapunteríi heima fyrir, perla, föndra og eitthvað skemmtilegt sem okkur dettur í hugSmile. Ég er búin að ákveða að í ár þegar kveikt verður á dagatalakertinu setjumst við saman niður og lesum jóladagatalið Á baðkari til Betlehem. Sem sagt eintóm rólegheit í aðventunniGrin.

Mánudaginn 2 des, er SFO (gæslan) dagur og á að fara með 4- 5 bekk til Vejle þar sem þau verða allan daginn að dúlla sér á göngugötunni. Mælt var með að þau fengju vasapening þó max 50 dkr og Kormáki finnst það nú bara vera frekar lítið "mamma, maður getur nú ekki keypt neitt fyrir 50 kr", hehe, hann er algjör perla, fannst þetta pínu furðulegt, en ég sagði að þetta væri eyðslupeningur ef hann vill eitthvað að drekka eða nammi osfrv. Kristófer fer svo eitthvað annað, en ég veit ekki ennþá hvað það verður, en skemmtilegur dagur verður þetta hjá þeimGrin.

Jæja nóg komið að bulli núna, er á fyrirlestri sem ég á að vera að hlusta áGrin. En langar frekar að drífa mig heim til Jóns og fara niður í Kolding að ná í jólagjöfina hans.

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ dugnaæur í þér kona að vera byrjuð að baka, við ætlum líka að eiga rólegheita desember og bara vera heima í huggulegheitum :)

Hlökkum til að sjá ykkur á laugardaginn 

Knús og kram frá Silkeborg

Ps á ég að láta Kristinn finna bíl fyrir húsbóndann ??

Ragna (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband