HALLO

Þá er Kristófer orðinn veikur, sennilega með einhverja leiðinda flensu. Ekki mjög gaman að því þar sem foreldrar Jóns koma á morgunn. En það er ekkert við því að gera, við vonum bara að hann hressist fljótlegaSmile.

Ég er alltaf í skólanum, en síðustu tvær vikur það hafa verið sóun á tíma að mínu mati. Núna fer þó að byrja skemmtilegt tímabil með greinaskrifum, jóla fyrirlestri ofl skemmtileguSmile.

Jón Óskar er búin að vera heima núna í 2 vikur og er 3 vikan að byrja þar sem hann fer sennilega ekki í vinnuna vegna veðursFrown. Hann er þó búinn að dunda sér hér heima og setja upp jólaskraut og seríur í glugga. En núna þegar það er búið veit hann ekkert hvað hann á að gera. Hann heppinn að geta þá stjanað í kringum mömmu sína og pabbaWink.

Kristófer fór á tónleika í Vandel skóla á fimmtudaginn og skemmti sér konunglega. Núna í síðustu viku eru strákarnir búnir að vera með þemaviku í skólanum sem fjallaði um skólann í gamla daga, því að Gadbjerg skóli er að fagna 300 ára afmæli um þessar mundirSmile. Þeir hafa fengið mat eins og var í gamla daga og var Kristófer með 2 sinnum að búa hann til en Kormákur 1 sinni. Kormákur fór líka til Ribe á tónleika og að skoða umhverfið þar. Þeir fengu ýmsar sögur(jólin, kennslustundir) frá gamla daga frá fólki sem kom í heimsókn og kennslu eins og hún var þá líka (fyrir utan það að prikinu var slept).

Eins og ég sagði áðan er Jón búinn að setja upp allt jólaskrautið og er ég og strákarnir byrjuð á smákökubakstri og hlustum að sjálfsögðu á tilheyrandi jólamúsík með. Frúin er svo búin að gera lagtertur, rúllutertur og konfekttertur fyrir jólin, þannig að það ætti að vera nóg til með kaffinu ef gesti ber að garðiGrin.

Jæja ég er farin að elda.

Kossar og knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegt að strákarnir skuli skemmta sér vel.

Mig langar til að reyna setja jólaskrautið upp hjá okkur núna í vikunni eða um helgina, má eiginlega ekki seinna vera.

Ég bakaði tvær sortir af smákökum um daginn og komst að því að það er ekki sniðugt að eiga lítinn frysti og mikið af smákökum. Það endar auðvitað bara á einn veg. Þannig að nú verð ég að búa til fleiri... hehehe...

Bestu kveðjur,

Valgerður, Halldór og Ingunn Rebekka.

Valgerður (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband