...........

Í dag var amma hans Jóns kvödd með miklum söknuði en fallegri athöfn að okkur skilst. Því miður áttum við ekki kost á því að vera þarna og kveðja hana, en hugsuðum mikið heim í dag. Foreldrar Jóns komu til okkar 23.nóv og ætluðu að vera hjá okkur til 10.des, en flýttu svo að sjálfsögðu ferðinni um viku til þess að kveðja gömlu konuna. En við þökkum æðislega fyrir þessa daga sem þið voruð hjá okkur, þetta voru góðir dagar.

Á meðan ég hafði tengdó hjá mér fékk ég Vilborgu til að baka skeljar (voru í miklu uppáhaldi hjá Jóni sem krakka), mjúkan marengs úr eggjahvítunum mínum sem voru eftir úr smákökubakstrinum og svo skellti hún í rúgbrauð handa okkur líka. Við bökuðum svo vanilluhringi og kattatungur með ágætri aðstoð frá drengjunum, þannig að núna er ég búin að baka allar þær smákökur sem ég geri fyrir þessi jól og endaði það í 9 sortum (með kókoskúlum og sörum)Smile. Annars var lítið gert þar sem strákarnir voru veikir 5 fyrstu dagana og svo fór Jón að vinna aftur og enginn bíll til þess að fara neitt, en við vonum samt að allir hafi haft það gottSmile. En jú tengdapabbi ákvað að elda handa okkur önd og höfðum við svona litlu jól áður en þau fóru heim aftur, rosalega notalegt og gaman, takk fyrir þettaSmile

Við erum búin að ákveða að vera í mikilli afslöppun núna í aðventunni, fara í Horsens á jólamarkað, kannski Gammel by í Arhus ofl. En það kemur nú allt í ljós.

Núna í dag er ég búin að vera að gera laufabrauð, endar sennilega í um 40-50 kökum og geta þá strákarnir fengið að narta í þetta eins og þeir vilja. Það er samt ótrúlegur tími sem fer í þetta þegar allt er gert frá grunni. Ég flet út hverja einustu köku fyrir sig og svo skerum við út í þetta á morgunn og steikjum þær, svo er bara að vona að þetta komi vel út eftir steikinguGrin.

Jæja ég ætla að halda áfram að horfa á Nutty professor 2.

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er svona dugleg að baka? Essasú? (híhíhí).

Þú ert svo dugleg elsku systa :) Ég vildi óska að ég hefði meiri tíma (og kannski meiri nennu) til að baka á kvöldin. Er með nokkrar smákökur í kollinum sem mig langar til að gera. Halldóri finnst þetta nú reyndar orðið nokkuð gott í bili. Á samt eftir að gera kókoskúlur og piparkökur. Held að það endi með því að ég kaupi þessar blessuðu piparkökur ;)

Jæja vildi bara segja hæ:)

RISA knús

Valgerður (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 23:24

2 identicon

p.s. kíktu á þessa slóð til að fatta Essasú.

http://www.youtube.com/watch?v=ANXc367ys5o&feature=related

Valgerður (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband