3 dagar...

fram að jólum eins og flestir vitaSmile. Við erum búin að taka aðventunni afskaplega rólega og bara dunda okkur við allt og ekkertGrin. Ég fékk óvænt jólafrí fyrir rúmlega viku. Ég átti að mæta í skólann á miðvikudaginn í síðustu viku en þar sem kennarinn komst ekki fyrir snjókomu og vöruflutningabílum sem voru þvers og kruss á veginum var enginn kennsla og ég þar með komin í jólafrí og var ekki búin að vera í skólanum í 6 dagaTounge. Núna bíð ég bara eftir að fá alla þrjá strákana mína í jólafrí. Strákarnir verða í skólanum á morgunn líka, reyndar verður það bara jóla jóla þannig að það verður bara gaman. Ég er að vísu spennt að heyra hvað Kristófer gerði í skólanum í dag þar sem það var eitthvað leyndarmál í gangi sem þarfnaðist þess að það væru hlý föt og stígvél hmmmm. Ekki það að það er ekki séns að senda börnin út nema dúðuð í kuldagalla og allt tilheyrandiTounge, þar sem það er -5 og alveg niður í -11 stig þessa dagana, en fallegt er veðrið og æðislegt að hafa snjó. Núna þarf bara að plata kallinn með út og renna á sleða með strákunumWink.

Um helgina fórum við á göngugötuna í Vejle þar sem við skiptum okkur niður svo að strákarnir gætu keypt jólagjöf handa hvor öðrum. Jón og Kristófer fundu eitthvað handa Kormáki í fyrstu búðinni sem þeir fóru í en Kormákur dró mig búð úr búð til að finna eitthvað handa Kristófer en sá bara eitthvað sem honum sjálfum langaði íGrin, en á endanum tókst honum nú að finna jólagjöf handa bróður sínumWink. Við enduðum svo á kaffihúsi þar sem við hlýjuðum okkur með heitu kakói og kökum, enda veitti ekki af í 5 stiga frosti og já það er kalt í DK í -5 gráðumSmile. Eftir þetta kíktum við til Horsens á jólamarkaðinn þar, mjög gaman en svakalega kalt þar -11 stig, brrr. Þarna fengum við að smakka síld sem var marineruð í appelsínu og piparrót, mmm svaka góð en nánast frosinn í þessum kulda, heheGrin. Fengum okkur að sjálfsögðu jólaglögg og strákarnir heitar vöfflu og CrepesSmile. Þegar heim var komið var bara slappað af og náð í sig hita eftir langan skemmtilegan en kaldann dagSmile.

Í gær var ekkert gert nema að strákarnir fóru niður í skóla að renna sér á sleðaGrin.

Í dag er það búið að vera tiltekt og þrif þannig að það þurfi kannski rétt að skúra yfir gólfin fyrir jólin. Sem sagt allt tilbúið, öndin að þiðna í ísskápnum og allt hreint og fínt.

Á Þorláksmessu fáum við Elísabetu og fjölskyldu í smá kaffi þar sem verður boðið upp á heimabakaðar eplaskífur, jólaglögg og eitthvað fleira góðgætiSmile.

Ég reyni svo að setja inn myndir núna fyrir jóla og svo aftur eftir jólin.

Hafið það sem allra best um jólin og verið góð hvert við annaðSmile.

Risaknús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo skrýtið að það virðist snjóa allsstaðar í heiminum nema á Íslandi. Það er ekki snjókorn úti. En vonandi að þið eigið góð og gleðileg jól elskurnar mínar.

Við heyrumst vonandi eitthvað um hátíðirnar.

Saknaðarkveðjur,

Valgerður, Halldór og Ingunn Rebekka.

Valgerður (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband