Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
26.5.2007 | 12:48
Skóli
Við vorum að fá að vita að það sé búið að finna skóla fyrir hann Kormák. Versta er að við erum ekki sátt við hann og þurfum við að reyna að leysa það mál.
Það er eitthvað nýtt hjá Vejle kommune að setja útlendinga í sér bekk á meðan að þeir eru að læra dönsku, þá eru þetta krakkar allstaðar frá úr heiminum og er það bara ekkert að koma til greina hjá mér. Fyrir utan það þá er skólinn í öðrum bæ. Ég vil að hann fari í danskan bekk því að þar lærir hann dönskuna, ég sendi hann bara í einkaskóla ef ég þarf. Mér finnst bara asnalegt að hann eigi að vera í eitt ár í þessum skóla og fara svo í annan og þurfa að byrja upp á nýtt.
Við Kristófer erum að hætta á leikskólanum næsta föstudag og verður þá party hjá okkur. Við ætlum að gefa deildunum okkar ís og snakk. Einnig ætlum við að gefa konunum kökur. Það eru nú allir búnir að vera svo góðir við okkur og viljum við kveðja þær almennilega.
Kveðja Bergþóra og co
21.5.2007 | 22:43
Jæja loksins kominn íbúð
Jæja eftir langa og stranga leit erum við búin að finna íbúð í Vejle. Áætlaðir flutningar eru 9. júlí
Árni bróðir kemur með okkur út og lendir hann því í því að tæma gáminn með okkur . Hann ætlar nú að vera hjá okkur í næstum fjórar vikur, þannig að þetta verður heimsókn nr 1 til okkar í Danaveldi. Heimsókn nr 2 verður svo frá mömmu og pabba þegar þau koma að ná í Árna 30. júlí
. Vonandi fáum við svo fleiri heimsóknir, en það kemur í ljós
En á meðan við bíðum eftir öllu þessu ætlum við að halda áfram að vinna til endaðan júní.
Við erum nú svo heppin að áður en við förum frá Íslandi fáum við að kveðja alla okkar ættingja og vini í brúðkaupi hjá Valgerði og Halldóri, sem er einn vinsælasta dag ársins eða 07.07.07. Við erum nú voða spennt yfir því, það verður örugglega alveg frábært .
Kveðja
Begga og co
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.5.2007 kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar