Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

STYTTIST Í FLUTNING

Núna eru að eins tæplega tvær vikur í flutning. Við erum búin að setja allt dótið okkar í gám og fer hann í skip á föstudag. Þetta er bara ótrúleg vinna að setja svona búslóð í gám en það hafðist. Okkur tókst að fylla nánast alveg 20 feta gám, en samt tókum við ekki ísskápinn og öll þessi stóru eldhústæki. Ótrúlegt hvað maður á mikið af dóti en samt virtist þetta ekki svo mikið inn í íbúðinni okkar og alltaf finnst manni að maður eigi ekki nóg. En ég get sagt ykkur það að ég er búin að skipta um skoðunSmile

Jón Óskar hætti í sinni vinnu 22. júní, það var nú góður dagur til þess að hætta en þá áttum við hjónin 5 ára brúðkaupsafmæliInLove. Við héldum upp á það með því að byrja að setja í gáminn, svaka fjör. Við fórum nú reyndar út að borða á Hereford í tilefni dagsins í gær og það var bara gottJoyful.

Við erum bæði búin að fara í lokagrill( en makalaus) hjá vinnunni okkar og var það alveg frábært. Grillvagninn grillaði á báðum stöðum og maður var nú ekki svikinn af þeim frekar en venjulegaSmile.

Jæja ég hef nú svosem lítið að segja en bara svona í lokinn þá er ég að fara í lúxusandlitsbað á morgun, bara notóGrin.

Kveðja

Bergþóra og co bráðum baunverjar


Hætt í vinnu

Eins og margir vita er ég hætt í vinnunni minni og var það nú bara ekkert svo auðvelt Errm.

Ég fékk marga glaðninga eða hættugjafir eins og einn strákurinn kallaði það Grin voru það blóm, nammi,eyrnalokkar, kertastjaki og dekur. Þið eruð öll alveg yndisleg og eigum við Kristófer eftir að sakna ykkar og hugsa til ykkar á nýjum slóðum InLove.

Í gær héldum við mamma þrefalt afmæli, við ákváðum að slá öllum strákunum saman í eitt fjölskylduafmæli.  Þeir voru allir rosaánægðir með allt og var brjálað að gera hjá þeim að skreyta afmæliskökur fyrir hvern og einn og að setja krem á álfamuffins, sem var mjög skrautlegt á litinn. Ekki versnaði það svo þegar gestirnir komu með pakkana. Kormákur og Árni fengu ýmislegt í bland en þetta var mest Playmo afmæli hjá Kristófer, en honum fannst það nú ekki leiðinlegt Smile.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband